Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Ólgan í kringum biskup: Kirkjan neitar ítrekað að svara fyrir ávirðingar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðkirkjan neitar að svara fyrir þau deilumál sem finna má innan kirkjunnar. Um nokkurt skeið hefur Mannlíf leitað viðbragða hjá talsmönnum hennar vegna ýmissa mála en án árangurs.

Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, virðist ekki vilja ræða viðkvæm málefni sem að kirkjunni snúa. Um nokkurt skeið hafa hrannast upp ósvaraðar fyrirspurnir vegna mála sem snúa að einelti og deilum innan Þjóðkirkjunnar. Hvorki Pétur né Agnes biskup hafa séð sóma sinn í að svara fyrir þau.

Frá því í apríl síðastliðnum hefur Mannlíf óskað eftir viðtali við biskup. Þá hafði Agnes rekið séra Skírni Garðarsson úr embætti. Þá neitaði biskup að ræða málið við Mannlíf og taldi nóg að ræða við fjölmiðla í gegnum fréttatilkynningu.

Síðan birti Pétur hina umdeildu mynd af trans-Jesú með brjóst. Mannlíf leitaði aftur viðbrigða hjá biskupsstofu vegna myndbirtingarinnar og óskaði jafnframt eftir viðtali við Agnesi. Engin svör bárust.

Þá greindi Mannlíf frá lyklastríði presta á Eskifirði. Davíð Baldursson, fráfarandi sóknarprestur á Eskifirði, virðist eiga erfitt með að láta eftir brauðið til arftaka sinna. Að minnsta kosti er hann enn með lyklavöldin að prestaskrifstofunni og hleypur enn til verka sem prestur í bænum. Prestarnir sem tóku við af honum fyrir tæpu ári síðan fengu nóg og kvörtuðu til biskups. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir svaraði Pétur engu.

Næst í röðinni var kærumál fyrrum kirkjuvarðar og útfararstjóra í Borgarnesi sem kvartar undan einelti og hefur ekki fengið lausn sinna mála þrátt fyrir umleitanir hjá sóknarpresti, nefnd sóknarinnar né biskupi. Mannlíf leitaði viðbragða Agnesar en engin slík fást.

- Auglýsing -

Að endingu flutti Mannlíf fréttir af óánægju vegna umdeildrar innheimtu aðgangseyris kirkjunnar í Skálholti. Bæði starfsfólk kirkjunnar, sem orðið hefur fyrir verulegum óþægindum frá kirkjugestum vegna innheimtunnar, og sóknarprestur hennar eru ósátt við gjaldheimtuna. Fyrrum kirkjuvörður segir gjaldheimtuna synduga.

Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar.

Þegar allt er tekið saman hefur Mannlíf þurft að ganga á eftir svörum Péturs samskiptastjóra svo mánuðum skiptir og aldrei fæst Agnes biskup til að tjá sig um þessi málefni og ólguna sem ríkir. Það var svo loks í síðustu viku að þau sögulegu tíðindi urðu að samskiptastjórinn svaraði loksins uppsöfnuðum fyrirspurnum sem á borði hans eru. Svarið var stutt og ekki í þeim anda sem hann hafði áður lofað.

„Biskupsstofa veitir ekki viðbragð vegna þessara frétta hjá ykkur. Gangi þér og ykkur vel,“ segir Pétur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -