Orbal er 22 ára hælisleitandi frá Afganistan sem vísa á úr landi í dag

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Við vorum að fá þær fréttir að Orbal, vini okkar verði brottvísað til Grikklands með flugvél Icelandair í fyrramálið,“ segir á Facebook-síðu, samtakanna No Border í gærkvöldi. Þau senda út ákall tl aðgerða vegna málsins. „Við hvetjum öll þau sem fljúga með flugvél Icelandair í fyrramálið að athuga hvort Orbal sé um borð og ef svo er, að neita að setjast niður í flugvélinni þar til hann hefur yfirgefið vélina.“

Icelandair er gagnrýnt í stöðufærslunni og almenningur hvattur til að láta óánægju sína í ljós við félagið. Stuðningsfólk hælisleitenda eru hvattir til að hringja í Icelandair og lýsa yfir óánægju sinni með aðkomu þeirra að brottvísunum.

Samtökin segja Orbal 22 ára og frá Afganistan. Hann sé með áfallastreituröskun vegna lögregluofbeldis sem hann hafi orðið fyrir í Grikklandi og á Íslandi. „Íslenska lögreglan hefur áður reynt að brottvísa honum ólöglega til Grikklands, þegar hann lá inni á geðdeild þar sem hann var nauðungarvistaður eftir sjálfsvígstilraun.“

No Borders gagnrýna þá fyrirætlan íslenskra yfirvalda að senda Orbal til Grikklands þrátt fyrir að aðstæður flóttafólks séu ekki með besta móti þar í landi. Árið 2018 sóttu tæplega 70 þúsund einstaklingar formlega um hæli í Grikklandi samkvæmt tölum frá ráðuneyti innflytjendamála þar í landi. „Orbal verður brottvísað með flugvél Icelandair. Við vitum ekki hvaða flugvél það verður, þar sem það eru engin bein flug til Grikklands.“

ATH! ÁKALL TIL AÐGERÐA- DEILIÐ ÁFRAMENGLISH BELOWVið vorum að fá þær fréttir að Orbal, vini okkar verði brottvísað…

Posted by No Borders Iceland on Þriðjudagur, 28. maí 2019

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira