Laugardagur 15. júní, 2024
5.8 C
Reykjavik

Óskar: „Mætti skoða að biskup væri ekki prestur, mér hefur dottið í hug að hann væri lögfræðingur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vígð­ir þjón­ar sem og leik­menn Þjóð­kirkj­unn­ar tók­ust á um fyr­ir­komu­lag bisk­ups­kjörs á auka­kirkju­þingi sem haldið var á föstu­daginn.

Það er Heimildin sem greindi fyrst frá.

Að­eins er liðið eitt ár síð­an nýj­ar regl­ur um kjör til bisk­ups voru sam­þykkt­ar á kirkju­þingi.

Pétur Markan Agnes biskup hafa ekki séð ástæðu til að svara fyrirspurnum Mannlífs um málefni Þjóðkirkjunnar.

Margt gerðist á þessu kirkjuþingi og meðal annars steig Óskar Magnússon, leikmaður úr Suðurprófastsdæmi, í pontu. Óskar þessi hefur átt í deilum við biskup, Agnesi M. Sigurðardóttur.

„Þeir koma hér upp hver á fætur öðrum og lýsa því að þeir séu manna best færir til að ákveða hver sé biskup, af því að þeir séu prestar. Þeir eru líka hæfastir til að gera ýmislegt annað, eins og við þekkjum. Hér eru formenn eiginlega allra nefnda prestar. Það er fínt. Við erum í góðum höndum. Allra fastanefnda nema í fjárhagsnefnd þar sem Guðni er varaformaður.

Meira að segja í framkvæmdanefnd er prestur.

- Auglýsing -

Ég veit ekki af hverju við ættum að hafa einhverjar áhyggjur af starfinu hér. Auðvitað vita prestar þetta allt saman best, bæði um fjárhagsmál, löggjafanefndarmál, allsherjarmál, öll mál, og að sjálfsögðu öll framkvæmdamál.

Ekki vitum við neitt um þau, ekki neitt um rekstur, lögfræðingarnir, menn sem hafa unnið við það í tuttugu, þrjátíu ár. Það eru bara prestar sem vita það,“ sagði Óskar sem er lögfræðingur.

„Ég held að það mætti kannski skoða að biskup væri alls ekki prestur. Það má ekki horfa á alla hluti frá sjónarhóli presta. Þið verðið að sætta ykkur við það.“

- Auglýsing -

Sagði að endingu:

„Ég vil gjarnan njóta alltumlykjandi hlýju og kærleika ykkar sem hér eruð og læra af ykkur um allt sem mér hefur ekki tekist að læra um ævina og er þess vegna dálítið þakklátur fyrir að hafa setið hér í um tvo tíma og notið þessarar leiðsagnar áfram. Ég held að það mætti kannski skoða að biskup væri alls ekki prestur. Mér hefur helst dottið í hug að hann væri lögfræðingur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -