Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Halldór prestur opnar umræðu um sjálfsvíg: „Á hverju ári deyja 40 manns úr angist á Íslandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

,,Dó úr angist,’’ var lýsing hjá manni einum sem hafði misst bróður sinn í sjálfsvígi segir séra Halldór Reynisson í aðsendri grein í Morgunblaðinu  dag.

„Lífið var of kvalarfullt til að lifa því. Á hverju ári deyja 40 manns úr angist á Íslandi’’.
Í dag, 10 september, er Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna. Minningarstundir verða haldnar víðsvegar til þess að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

„Ár hvert svipta sig lífi í kringum 40 manns á Íslandi og setur hvert sjálfsvíg líf ásvina og fjölskyldu algjörlega úr skorðum. Því þarf stór hópur fólks á miklum stuðningi að halda, eða um fjögurþúsund manns,“ skrifar séra Halldór.

„Með tíð og tíma hafa viðhorf breyst en er ekki langt síðan að sjálfsvíg voru ekki rædd né fræðsla og hvíldi á þeim ýmist skömm eða sektarkennd. Aðstandendur geta þróað með sér áfallastreituröskun enda er áfallið gríðarlegt, auk þess upplifir fólk oft mikinn kvíða og þunglyndi. Aðstandendur hinna látnu geta einnig upplifað sjálfsvígshugsanir í kjölfar andlátsins og er hópurinn í aukinni sjálfssvígshættu, sérstaklega ungt fólk.
Því gefur það auga leið að sérstaklega mikilvægt er að halda utan um þennan hóp og veita þá fræðslu og aðstoð sem er í boði og efla hana“.

 

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.

- Auglýsing -

Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun. Númerið er opið allan sólarhringinn.

Þá er einnig hægt að ná netspjalli við hjúkrunarfræðinga í gegnum vefinn heilsuvera.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -