Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Ráðist á Berg fyrir að hlusta á Helga Björns: „Þau felldu hjólið og spörkuðu í andlitið á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var að koma akandi hér eftir Austurbrúninni þegar þessi ómenni réðust á mig. Svona skutla fer hægt yfir og ég var bara að njóta veðursins og hlusta á nýja lagið með Helga Björns þegar ósköpin dundu yfir,“ segir Guðbergur Guðnason sem varð fyrir fólskulegri árás í gær.
Eins og Mannlíf greindi frá í morgun var ráðist ráðist á eldri mann í gær með afar grófum hætti. Þrennt var í hópnum sem réðst gegn honum.
„Þau byrjuðu á því að henda í mig flöskum með einhverju í sem ég veit ekki hvað var. Ég náði að beygja mig frá annarri en hin lenti í höfðinu á mér. Ég spurði þau hvað þeim gengi til að koma svona fram við 74 ára gamlan mann. Þau sögðu að þeim líkaði ekki lagið sem ég var að hlusta á og voru mjög dólgsleg í framkomu,“ segir Guðbergur.

Hann ákvað að hringja á lögregluna en þá skipti engum togum að þremenningarnir réðust á hann.

„Ég vankaðist mikið eftir að þau felldu hjólið og spörkuðu í andlitið á mér. Eftir það börðu strákarnir mig báðir og annar þerra með járn inn í lófanum til að gefa þyngri högg,“ segir Guðbergur sem alla jafnan er kallaður Bíla-Bergur.
Hann segir stelpuna hafa stolið af sér símanum á meðan á átökunum stóð. Þá hafi hún líka stolið tölvukubb úr skutlunni með þúsundum dægurlaga sem hann hafi safnað sér í áranna rás.
„Ég náði að gera annan mannanna óvirkan og hélt honum föstum en ákvað að sleppa honum í stað þess að bíða lögreglunnar sem var á leiðinni. Það var klaufaskapur en löggan telur sig vita hverjir voru að verki, þetta munu víst vera kunningjar þeirra, eins og sagt er“.
Fólk dreif að og svo vel vildi til að kona á vettvangi náði myndum að atburðunum og því einfaldara en ella að þekkja ofbeldisfólkið.
„Ég sé eftir öllum lögunum sem fólk hefur safnað fyrir mig og fært mér og skil ekki hvers vegna þau stálu kubbnum úr því að þau þoldu ekki lögin. Þau þola kannski engin lög, hvorki hegningarlög né dægurlög. Hélt nú samt að allir þyldu Helga Björns eftir allt sem hann hefur gert fyrir þjóðina“.
Bergur var lemstraður þegar Mannlíf hitti hann á heimili sínu nú eftir hádegið en það var samt í honum eldmóður. Vinir hans sem Mannlíf hitti sögðu að Bergur ætti fleiri líf en kötturinn en  nú yrði hann að fara sparlega með það sem eftir væri.
„Ég sagði þessum aumingjum að þeir væru heppnir að hafa ekki hitt á mig tíu árum fyrr, þá hefði ekki þurft neina löggu til að gera út um málið,“ segir Bergur og deplar bólgnum og bláum augunum strákslega.
Bergur var vanur að eiga við ólátamenn á meðan hann var lögreglumaður vestur á fjörðum fyrir margt löngu og skilja þurfti að heilu áhafnirnar á vertíðarlokaböllum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -