Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ríkið varð af rúmum milljarð við sölu á Lyfju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlutafé Lyfju var selt af ríkinu á 3,9 milljarða til framtakssjóða og einkafjárfesta í fyrra. Það er rúmlega milljarði lægra en það verð sem Hagar buðu árið 2016. Þá hefur rekstrarafkoma Lyfju farið versnandi.

Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, fjallar um málið með ítarlegum hætti. Eignaumsýslufélag ríkisins hélt utan um tugmilljarða eignir sem afhentar voru stjórnvöldum vegna stöðugleikaframlags slitabúa gömlu bankanna. Félagið seldi allt hlutafé Lyfju snemma á síðasta ári til SÍA III, framtakssjóð í rekstri sjóðastýringarfélagsins Stefnis. Sjóðurinn keypti 70% hlut. Daníel Helgason og Ingi Guðjónsson fjárfestar keyptu þá 15% hlut hvor en Ingi er annar stofnenda Lyfju.

Eins og áður segir buðu Hagar ríflega milljarði meira fyrir hlutafé Lyfju árið 2016, eða 5,1 milljarð. Samkeppniseftirlitið ógilti kaupin sumarið 2017. Ástæðan var sögð vera að kaupin hefðu leitt til skaðlegrar samþjöppunar á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -