Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Auðmaður lokar veitingastað sínum við Tryggvagötu – Haraldur gafst upp á Önnu Jónu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auðmaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson hefur lokað veitingastað sínum, Önnu Jónu, eftir aðeins ár í rekstri. Ástæðuna segir hann vera þá að sér finnist ekki skemmtilegt að reka veitingastað.

„Mér fannst rosa­lega gam­an að hanna staðinn. Síðan var bara mjög erfitt að byggja hann og þegar við byrjuðum að reka hann ætlaði ég að láta annað fólk um það,“ sagði Haraldur Ingi við Morgunblaðið.

Haraldur Ingi er þekktur hugsjónamaður sem hefur staðið fyrir því að auka aðgengi fatlaðra að fyrirtækjum og stofnunum með því að setja upp rampa um allt land. Hann auðgaðist gríðarlega með því að selja hlut sinn í Twitter en lenti síðar í harkalegum útistöðum við Elon Musk, eiganda miðilsins, sem sagði honum upp störfum.

Skellt í lás. Veitingastaðurinn Anna Jóna var í sögyfrægu húsi við Tryggvagötu.

Haraldur stofnaði veitingastaðinn, Önnu Jónu við Tryggvagötu, af hugsjón og í minningu móður sinnar. Talið er að hann hafi tapað háum fjárhæðum á rekstrinum sem nú hefur leitt til þess að hann gafst upp og lokaði. Hann vildi ekki upplýsa Moggann um stærðagráðu tapsins. Hann segir að skipbrot rekstursins ráðist mögulega af reynslu­leysi. Þá hafi hann ekki gefið sér tíma til að læra að reka veit­ingastað.

„Ég er bú­inn að vera svo rosa­lega lengi að reyna og reyna,“ sagði hann og upplýsir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framtíð húsnæðisins á Tryggvagötu eða reksturinn á Önnu Jónu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -