2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Ross Beaty segir Björk hafa skorið upp óupplýsta herör gegn honum og Magma

Stjórnarformaður HS Orku segir Björk Guðmundsdóttur hafa skorið upp „óupplýsta“ herör gegn Magma og sér persónulega í upphafi stjórnarformannstíð hans. Fyrir vikið hafi vegurinn verið grýttur frá upphafi.

Þetta kemur fram í ávarpi Ross Beaty, stjórnarformanns HS Orku, í ársskýrslu fyrirtækisins. Beaty hefur verið stjórnarformaður fyrirtækisins í tíu ár en í ávarpinu kemur fram að þetta verði líklega hans síðasta ár.

„Ég vona að mér hafi tekist að sýna fram á það með góðum verkum og réttu fyrirkomulagi að undir okkar stjórn hafi HS Orka þróað orkulindir jarðhita á ábyrgan hátt, ekki aðeins í hag hluthafa fyrirtækisins, heldur einnig íslenska ríkisins og landsmanna allra,“ skrifar Ross.

Hann nefnir þrjú mál sem hann segir hafa sett svip á stjórnarferil hans. Þrjú málaferli við Norðurál, borun dýpstu háhitaborholu heims í Reykjanesi 2016-2017 og þróun Brúarvirkjunar og 4. áfanga Reykjanesvirkjunar.

Kaup Magma á HS Orku á árunum eftir efnahagshrun voru afar umdeild. Seljendur voru sveitarfélög á Suðurnesjum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is