- Auglýsing -
Rússar gerðu árás á tvo spítala í borginni Zhytomyr í Úkraínu í gær en auk þess gerðu þeir árás á fæðingardeild í Maríupol. Greindu erlendir miðlar frá því að rússneski herinn hafi ráðist á 18 heilbrigðisstofnanir frá því að innrásin hófst.
Forseti Úkraínu, Volodymyr Selenskíj, sagði árásina á fæðingardeildina staðfestingu á því að rússar væru að fremja þjóðarmorð í Úkraínu.
Rússar nú setið um borgina í marga daga og töluvert um að fólk sé án hita og rafmagns.
Í morgun voru birtar gervihnattarmyndir úr borginni þar sem eyðirleggingin sést vel en hafa verslunarmiðstöðvar og íbúðahverfi verið sprengd upp síðustu daga.