2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Segir Miðflokkinn ekki hafa bætt neinu „bitastæðu“ við umræðu um þriðja orkupakkann

„Þingfundi lokið og ekki get ég nú sagt að þingmenn Miðflokksins sem töluðu hverjir við aðra bættu einhverju bitastæðu við umræðuna,“ skrifar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, á Facebook í morgun.

Þingfundur stóð yfir í alla nótt vegna Þriðja orkupakkans. Þriðja umræða um orkupakkann hófst á þriðjudag en hélt áfram í gær en hlé var gert á fundi núna í morgun.

Bjarkey segir Miðflokkinn „ekkert hafa sagt“ fyrir miðnætti. „Ég hélt í einfeldni minni að svona samtöl ættu betur heima á þingflokksfundum en við deilum þeirri skoðun augljóslega ekki ég og Miðflokkurinn – en það kemur kannski ekki á óvart. En núna ætla ég í háttinn. Njótið dagsins.“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is