Þriðjudagur 27. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

Segir Trump ekki tala í nafni Guðs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Víðs vegar um heiminn hafa risið upp stjórnmálamenn sem hafa komist til valda með því að ala á ótta gagnvart tilteknum þjóðfélagshópum. Fremstur þar í flokki fer Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, segist hafa áhyggjur af þessari þróun.

„Óttinn er stjórntæki og Bandaríkjaforseti virðist nota hann sem slíkt. Að gera fólk óttaslegið og hrætt þannig að það þori ekki annað en að fara eftir því sem hann segir. Ótti, og reyndar fýla líka, eru að mínum dómi bestu stjórntæki veraldar,“ sagði Agnes í viðtali við Mannlíf sem kom út á föstudaginn.

„Þetta eru samt neikvæð stjórntæki, ekki jákvæð, og þau búa til verri heim og meiri vanlíðan hjá fólki. Auðvitað breiðist þetta út því þetta er svo öflugt stjórntæki. Þetta er stórhættulegt og leiðir bara til eins. Þetta leiðir bara til vanlíðunar, ófriðar, þetta leiðir til vanvirðingar við allt líf á jörðinni og þarna er Guð ekki með í verki. Það er ekki verið að hlusta á hvað Guð vill.“

Hún bætir við: „Fyrir mér er Guð kærleiksríkur guð sem elskar allar manneskjur eins og þær eru og sáir ekki neinum illvilja í brjóst nokkurs manns. En það eru önnur öfl í heiminum sem eru að því og við berjumst gegn þeim af öllu afli. Við eigum að vera í góða liðinu en ekki hinu vonda.“

Lestu viðtalið við Agnesi í heild sinni hérna: „Við eigum að vera í góða liðinu“

Myndir / Hallur Karlsson
Förðun / Helga Sæunn Þorkelsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur Lancôme á Íslandi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -