Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

Sextug íslensk kona úr Garði setti heimsmet í lyftingum – Á 5 heimsmet og 5 Evrópumet

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hún gefur ekkert eftir hún Elsa Pálsdóttir kraftlyftingakona úr Garðinum; 61 árs gömul varð hún Evrópumeistari og setti auk þess fimm heimsmet og fimm Evrópumet á Evrópumóti öldunga í kraftlyftingum sem nýverið fór fram í Tékklandi.

Glæsilegur árangur hjá Elsu sem keppir í -76 kg þyngdarflokki í aldurshópnum 60–69 ára; varð að einnig stigahæst í samanlögðum árangri.

Þegar Elsa tekur sér eitthvað fyrir hendur gerir hún það af fullum krafti; hún hefur ekki æft kraftlyftingar í nema tvö ár – keppti fyrst í greininni árið 2019.

Elsa vakti athygli á árangri sínum í færslu á Facebook-síðu sinni og sagði að nú væri hún „EVRÓPUMEISTARI, 5 HEIMSMET, 5 EVRÓPUMET og nokkur ÍSLANDSMET í mínum flokki er uppskeran á Evrópumeistaramóti í kraftlyftingum öldunga sem fram fór í Pilzen í Tékklandi. Þvílíkur dagur og þvílík upplifun.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -