Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Grimmilegustu, ófyrirleitnustu og síðustu fjöldamorð Íslandssögunnar – Brytjuðu Baskana niður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var árið 1615 sem Íslendingar myrtu 31 baskneskan hvalveiðimann á Vestfjörðum, og hefur atburðurinn lengst af hefur verið kallaður Spánverjavígin, en í seinni tíð Baskavígin.

Fjöldamorðin virðist ekki vera á meðal þekktustu atburða Íslands. Ekki frekar en sagan af Axlar-Birni, alræmdasta fjöldamorðingja Íslandssögunnar. Svo virðist sem Íslendingar vilji ekki fjalla mikið um atburði er gætu varpað skugga á sögu Íslands. Hetjufrásagnir og sögur af réttlátri hefnd virðast eiga upp pallborðið hjá okkur, en ekki atburðir líkt og Baskavígin og morðæði Axlar-Bjarnar. Hafa slíkar frásagnir afar lítið ratað í kennslubækur í gegnum tíðina.

Sumarið 1615 komu hingað til lands rúmlega 80 baskneskir hvalveiðimenn á þremur skipum og stunduðu hvalveiðar í kringum Vestfirði. Þegar þeir ætluðu að halda til síns heima um haustið brotnuðu skipin í óveðri, þrír menn fórust en 83 skipverjar urðu strandaglópar á Íslandi. Það er, á þessum tíma, spurning hvernig eigi að framfleyta þeim hópi í þessu umhverfi og þar sem fólk rétt skrimti sjálft.

En áður en örlögin grimmilegu litu dagsins ljós skiptu Baskarnir liði og fór hluti þeirra m.a. í Ísafjarðardjúp. Þar lentu þeir í minniháttar átökum við innfædda. Í kjölfarið voru Baskarnir allir dæmdir til dauða samkvæmt lögum sem þá voru í gildi um að útlendingar mættu ekki hafa hér vetursetu. Þeir voru eltir uppi og stór hluti þeirra drepinn. Talið er að hinir hafi komist um borð í erlent skip og náð að yfirgefa landið en ekkert er vitað um afdrif þeirra.

Baskarnir voru búnir að sigla hér á slóðum áður; þeir settu upp stórar hvalveiðistöðvar á Nýfundnalandi strax á sextándu öld; enginn stóðst þeim snúning í viðskiptum með þær afurðir á Evrópumarkaði.

Hvalveiðar voru ábatasöm atvinnugrein en einnig viðsjárverð; ekki heiglum hent að starfa við hana.

- Auglýsing -

Baskarnir fóru að venja komur sínar á Íslandsmið snemma á 17. öld. Sumarið 1615 komu þrjú hvalveiðiskip að landi vestur á Ströndum.

Skipstjórarnir þrír, Martín de Villafranca, Pedro de Aguirre og Esteban de Tellería stigu á land ásamt áhöfnum sínum og römbuðu mitt inn í ólgandi kviku afar flókins stjórnarfars; gerði það móttökurnar óblíðari en efni stóðu til.

Stjórn landsins var undirokuð af danska kónginum; lituð spillingu innlendrar yfirstéttar. Átök innan íslensku þjóðkirkjunnar, milli kaþólskrar trúar og hinnar lúthersku, settu strik í reikniginn. Almenningur lifði við kröpp kjör og hafði áður lent í ljótum rimmum við sjóræningja var skiljanlega óttasleginn í garð útlendinga eftir þá reynslu.

- Auglýsing -

Gráan sumardag á Ströndum tók hópur heimamanna með séra Jón Grímsson og Jón lærða Guðmundsson í broddi fylkingar á móti langt að komnum Böskunum.

Jón lærði vildi bjóða gestina velkomna en séra Jón var tortrygginn og herskár í þeirra garð. Baskarnir báru fyrir sig veiðileyfi sem Ari í Ögri hafði uppáskrifað og selt þeim dýru verði og með því fengu þeir að slá upp vinnubúðum; þeir veiddu og verkuðu hvali yfir allt sumarið og versluðu með ýmsan varning við Íslendinga.

Kom á daginn að veiðileyfið sem Ari ávísaði var veitt án leyfis danskra yfirvalda; þannig að í raun var sjálfur Ari að breiða yfir eigin spillingu og glæpi þegar hann safnaði liði um haustið, og reyndi að drepa alla Baskana.

Voru að lokum 31 baskneskir sjómenn myrtur hér á landi – höggnir eða skotnir.

Margir voru þvingaðir í her Ara og hótað sektum eða öðru verra ef þeir reyndu að skorast undan ægivaldi hans.

Færð og óveður vörnuðu því að Ari næði til eftirlifandi aðkomumannanna og vantaði þó ekki að hann reyndi. Þeir sem komust undan stunduðu sjóinn og drógu björg í bú með margvíslegum öðrum hætti. Baskarnir voru iðnir og auðguðu umtalsvert bæði mannlíf og efnahag á Vestfjörðum þetta hálfa ár sem þeir neyddust til að þrauka þar í útlegð, sorg, skömm og frosthörkum.

Þegar fyrsta enska fiskiskipið sást að vori hertóku þeir það til að sigla heim en síðan hefur ekkert spurst til þeirra. Jón lærði var harmi sleginn yfir þessum voðaverkum og skrifaði um þau en fékk bágt fyrir og var sendur í ævilanga útlegð.

Heimildir:

(https://www.ruv.is/frett/sidasta-fjoldamordid-a-islandi)

(https://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/09/15/aestur_mugur_myrti_baskana_2/)

(https://klapptre.is/2016/11/27/morgunbladid-um-baskavigin-oll-kurl-koma-til-grafar)

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -