Fimmtudagur 20. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Sigurvin: „Til að virða val ung­menn­is­ins skráðu for­eldr­ar barnið nauðbeygt í þjóðkirkj­una“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Sigurvin Lárus Jónsson er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík; hann segir að fermingarbarni er fermdist í Grafarvogskirkju í ár – stærsta söfnuði þjóðkirkjunnar – hafi verið gert að skrá sig úr Fríkirkjunni og í þjóðkirkjuna til að geta fermst þar.

„Til að virða val ung­menn­is­ins skráðu for­eldr­ar þess barnið nauðbeygt í þjóðkirkj­una og leiðréttu síðan trú­fé­lags­skrán­ing­una dag­inn eft­ir í sam­ráði við ung­mennið.“

Þetta segir séra Sigurvin í skoðanagrein í Morgunblaðinu í dag.

Séra Sigurvin bendir á í grein að fermingin sé mikilvægur áfangi í lífi ungs fólks.

„Það dýr­mæt­asta sem full­orðið fólk get­ur miðlað ung­menn­um sín­um á ferm­ing­ar­dag­inn er víðsýni og samstaða með þeirri ákvörðun sem ung­mennið tek­ur. Í barna- og ung­linga­starfi voru börn sem til­heyrðu öðrum kirkj­um eða trú­ar­brögðum, jafn­vel mús­lím­ar og búdd­ist­ar, og á þeim árum var ekki gerð krafa um trú­fé­lagsaðild til að vera með. Það er enda eðli þjóðkirkju að þar sé vítt til veggja og hátt til lofts.“

Bætir við:

- Auglýsing -

„Ástæðan var sögð fjár­hags­leg, að ung­mennið mætti ekki njóta þjón­ustu Grafar­vogs­kirkju án þess að vera skráð í trú­fé­lagið, en eng­in krafa var gerð um að for­eldr­arn­ir skiptu um trú­fé­lag,“ segir séra Sigurvin sem bætir því við að þessi breyting sé hreinlega dapurleg.

„Ef prest­ar Grafar­vogs­kirkju líta svo á að ferm­ing­in sé viður­kenn­ing á trú­fé­lagsaðild er það þröng sýn á ferm­ing­una. Ef kraf­an er trú­fræðileg má benda á að játn­ing­ar­lega er eng­inn mun­ur á Frí­kirkj­unni og þjóðkirkj­unni, þótt áhersl­ur og stjórn­skipu­lag séu annað. Ung­menni eiga ekki að vera sett í þá stöðu að velja á milli þess að fylgja fé­laga­hópn­um og fjöl­skyldu sinni í trú­fé­lagsaðild. Þjóðkirkj­an get­ur ekki sam­tím­is sagst virða trúfrelsi og fjöl­menn­ingu og gert þá kröfu að öll þau sem þiggja þjón­ustu séu meðlim­ir í trú­fé­lag­inu.

Þjóðkirkj­an hef­ur það fjár­hags­lega for­skot á Frí­kirkj­una að laun þjóðkirkjupresta eru greidd sam­kvæmt samn­ingi við rík­is­sjóð á meðan Frí­kirkj­an greiðir laun sinna presta ein­göngu af trú­fé­lags­gjöld­um meðlima sinna.

- Auglýsing -

Þrátt fyr­ir það rukk­ar Grafar­vogs­kirkja 21.194 krón­ur fyr­ir ferm­ing­ar­fræðslu en ferm­ing­ar­fræðsla Frí­kirkj­unn­ar er öll­um að kostnaðarlausu. Þá fylgja eng­in trú­fé­lags­gjöld með ferm­ing­ar­ung­menn­um fyrr en við 18 ára ald­ur.“

Segir að endingu:

„Viðkom­andi ung­menni átti fal­leg­an ferm­ing­ar­dag og er nú komið aft­ur í faðm Frí­kirkj­unn­ar en eft­ir sit­ur sú staðreynd að hafa verið gert að skipta um trú­fé­lag, þvert á vilja ung­menn­is­ins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -