Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Sjálfsagt að séra Skírnir leiti réttar síns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir það sjálfsagt að séra Skírnir Garðasson, fyrrverandi héraðsprestur á Suðurlandi, leiti réttar síns enda sé það mikilvægur réttur hvers manns. Reyndar er það samskiptastjóri kirkjunnar, Pétur Georg Markan, sem segir það fyrir hönd biskups í svörum til Mannlífs.

Nefnd innan Þjóðkirkjunnar og Persónuvernd úrskurðu í þá veru að brotið hafi verið á prestinum er tölvupóstar hans voru sendir áfram til biskups.

Agnes staðfesti þjónustulok prestsins fyrir kirkjuna í yfirlýsingu og sagði þar ástæðuna vera brot á trúnaðarskyldu. Í nýlegum svörum til Mannlífs er sú fullyrðing ítrekuð að séra Skírnir hafi ekki verið rekinn en því hefur lögmaður prestsins, Sigurður Kári Kristjánsson, hafnað. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Mannlífs þá neitar Agnes viðtali. Séra Skírnir vill ekki láta hafa neitt eftir sér um stöðu mála, annað en staðfestingu þess efnis að ætla nú að sækja rétt sinn gagnvart Agnesi biskup.

Mannlíf spurði biskup nýverið hvers vegna ekki hafi verið tekið tillit til þess að að séra Skírnir var í veikindaleyfi áður en til þjónustulokanna kom og prestinum gefinn frekari frestur til andmæla. Pétur samskiptastjóri svarar því fyrir hönd Agnesar að presturinn hafi skilað inn andmælum sínum áður en veikindi hans hófust.

Eins og áður hefur verið greint frá er þetta ekki í fyrsta sinn sem séra Skírnir hlökklast úr embætti vegna biskups. Í fyrra skipti missti hans embættis við lágafellssókn og sagði þá biskup hafa sett sér afarkosti um að vera annað hvort rekinn eða færður til. Sagt hefur verið frá því að tölvupóstum séra Skírnis hafi verið lekið til biskupsstofu er hann starfaði sem sóknarprestur í Lágafellssókn. Nefnd innan Þjóðkirkjunnar og Persónuvernd úrskurðu í þá veru að brotið hafi verið á prestinum er tölvupóstar hans voru sendir áfram til biskups. Í ljósi þess að Agnes sagði í viðtali við Stundina að hún teldi ekki rétt að stela gögnum og fara á bakvið fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleika í ljós spurði Mannlíf biskup hvort hún ætlaði sér að beita sér gagnvart því að brotið hafi verið á séra Skírni í lágafellsmálinu og svaraði samskiptastjórinn fyrir biskup. „Máli vegna starfa og starfsloka sr. Skírnis í Mosfellsprestakalli er lokið,“ segir Pétur Georg.

Pétur Markan
Mynd / Facebook

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -