Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Skilaréttur neytanda ekki fyrir hendi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skilaréttur neytanda á ógallaðri vöru er lögum samkvæmt ekki fyrir hendi nema ef hluturinn er keytpur í fjarsölu, t.d. í vefverslun eða í gegnum síma, eða utan fastrar starfsstöðvar.

Flestir seljendur veita þó neytendum heimild til að skila vörum en eru ekki bundnir neinu nema leiðbeinandi verklagsreglum þegar þeir setja saman skilmála sína. Þessar leiðbeinandi verklagsreglur sem settar voru af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu tilgreina m.a. að réttur til að skila vöru skuli vera 14 dagar, vörur skuli merktar með gjafamerki t.d. þegar um jólagjafir er að ræða, að inneignarnótur skulu miðast við upprunalegt verð vöru og skulu gilda í 4 ár frá útgáfu og að skilaréttur eigi ekki við um útsöluvöru.

Ef þú kaupir hinsvegar vöru í fjarsölu, t.d. af netinu, hefurðu lögum samkvæmt rétt á að skila ógallaðri vöru án nokkurra skýringa 14 dögum eftir að þér berst hún. Varan þarf þó að endursendast óskemmd til seljanda og þessi réttur á ekki við ef vara eða þjónusta hefur verið sérsniðin eftir óskum neytandans.

Vilji neytandi falla frá kaupum sem gerð voru í fjarsölu getur hann notað til þess staðlað eyðublað sem má finna í viðauka við reglugerð 435/2016 „um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi“ en hana má finna hér og eyðublaðið aftast í PDF skjali sem aðgengilegt er á síðunni.

Ekki er hægt að ganga að því vísu að skilmálar allra verslanna sé það sama og því er hyggilegt að lesa þá yfir áður en vara er keypt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -