Föstudagur 12. apríl, 2024
2.8 C
Reykjavik

SÖFNUN-Agla Björk ung hetja sem missti föður sinn 8 ára: „Yrði þakklát ef þið gætuð hjálpað mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Agla Björk Kristjánsdóttir var aðeins 8 ára gömul er hún missti föður sinn eftir áralanga og hatramma baráttu við krabbamein. Í dag er hún 13 ára og langar hana til að gefa til baka til Stuðningsfélags Krafts sem aðstoðaði hana mikið á meðan veikindum föður hennar stóð.
Faðir Öglu greindist með krabbamein tveimur árum áður en hún fæddist. Blessuð sé minning hans.

Hetjan unga hefur af þessu tilefni stofnað til söfnunar þar sem hún heitir því að raka af sér allt hárið nái hún að safna góðri summu sem rennur óskipt til styrktar félaginu. Hárið mun Agla svo gefa til Locks of love til að útbúa hárkollur fyrir börn sem hafa misst hárið vegna þessa illvíga sjúkdóms.

Agla Björk vonast til að ná að safna að minnsta kosti hálfri milljón króna í átakinu.

Agla Björk Kristjánsdóttir, 13 ára.

„Pabbi minn greindist með krabbamein tveimur árum áður en ég fæddist. Í sama mánuði og ég fæddist var pabbi minn að klára lyfjameðferð. Pabbi barðist við krabbameinið í 11 ár, með hléum. Hann lést í júlí árið 2017 þegar ég var 8 ára gömul. Stuðningsfélagið Kraftur hjálpaði pabba og okkur fjölskyldunni mikið á meðan að veikindum hans stóð. Kraftur gaf pabba svo margt og mig langar til að gefa til baka. Þess vegna hef ég ákveðið að fara af stað með söfnun,“ segir Agla og bætir við:

Agla Björk með sitt fallega og síða hár.

„Ef ég næ að safna 500.000 kr. fyrir Kraft þá ætla ég að raka af mér allt hárið og gefa til samtakanna Locks of love sem að munu búa til hárkollu fyrir börn sem að hafa misst hárið vegna veikinda. Ég yrði þakklát ef þið gætuð hjálpað mér að safna fyrir þetta frábæra félag sem Kraftur er. Ég mun láta alla upphæðina sem safnast renna til félagsins. Eins og pabbi sagði alltaf „margt smátt gerir eitt stórt”.“

Ef þú vilt hjálpa Öglu Björk þá getur þú lagt söfnuninni lið á eftirfarandi reikning:

Reikningur: 0545-14-004255
Kennitala: 221008-4050

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -