Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sólveig Anna teiknar upp ofbeldismenn Íslands: „Fyrirlitleg framkoma, fyrirlitlegt fólk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Mikil er skömm íslensks auðvalds. Fyrirlitleg framkoma, fyrirlitlegt fólk. Vellauðugt en andlega og siðferðislega eins snautt og hægt er að hugsa sér. Ég þakka almættinu fyrir að tilheyra sama hópi og Yuliia, Juan og Hjörtur en ekki sjúkri arðráns-klíku efnahagslegra ofstopa og ofbeldismanna Íslands,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á Facebook. Þarna er hún að vísa til ráðandi afla á Íslandi en vísar jafnframt til góða fólksins í Eflingu sem standi sína plikt. Þar vísar hún til sjónvarpsfrétta Ríkisútvarps.
„Hetjur Eflingar, Yuliia, Juan og Hjörtur í fréttum RÚV í kvöld. Tilheyra fjölþjóðlegu vinnuafli höfuðborgarsvæðisins, ómissandi fólk. Í haust sagði Halldór Benjamín að Ísland ætti að leggja út rauða dregilinn fyrir aðflutt verkafólk. Nú ætlar að hann að svipta það lífsviðurværinu í tilraun til að svelta fólk til hlýðni, einfaldlega af því að hann getur ekki gert kjarasamning við Eflingu. Siðleysið nær nýjum hæðum,“ skrifar Sólveig Anna sem vakið hefur athygli fyrir óheflað orðbragð og miskunnarlaus ummæli um fólk.

„Auðvirðilegir útsendarar“

Sólveig Anna hefur lýst samstarfsfólki sínu í stjórn Eflingar, Ólöfu Helgu Adolfsdóttir ritara og Agnieszku Ewu Ziólkowska varaformanni sem siðlausum og handbendi auðvaldsins. „Ekkert sem nær að stoppa sjúka þörfina fyrir athygli og strokur valdastéttarinnar. Það er ekki annað hægt en að upplifa vorkun með manneskjum sem að opinbera sig sem ekkert annað en auðvirðilega útsendara verstu óvina vinnandi fólks á landinu …,“ skrifaði hún um samstarfskonur sínar.
Færsla Sólveigar í heild sinni:
Hetjur Eflingar, Yuliia, Juan og Hjörtur í fréttum RÚV í kvöld. Tilheyra fjölþjóðlegu vinnuafli höfuðborgarsvæðisins, ómissandi fólk. Í haust sagði Halldór Benjamín að Ísland ætti að leggja út rauða dregilinn fyrir aðflutt verkafólk. Nú ætlar að hann að svipta það lífsviðurværinu í tilraun til að svelta fólk til hlýðni, einfaldlega af því að hann getur ekki gert kjarasamning við Eflingu. Siðleysið nær nýjum hæðum.
Mikil er skömm íslensks auðvalds. Fyrirlitleg framkoma, fyrirlitlegt fólk. Vellauðugt en andlega og siðferðislega eins snautt og hægt er að hugsa sér. Ég þakka almættinu fyrir að tilheyra sama hópi og Yuliia, Juan og Hjörtur en ekki sjúkri arðráns-klíku efnahagslegra ofstopa og ofbeldismanna Íslands.
Áfram Efling og Eflingar-fólk. Sameinuð getum við breytt samfélaginu okkar til hins betra og frelsað okkur sjálf undan kúgun þeirra sem að vilja lifa í vellystingum á okkar kostnað.
Sjáumst í baráttunni!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -