Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ, Sara Dögg, er komin með upp í kok af fordómum.
„Ég verð að viðurkenna að ég hef aðeins, vægt til orða tekið, velt vöngum yfir því hverju er verið að reyna að ná fram þarna í þættinum Spursmáli,“ sem Stefán Einar Stefánsson sér um.

Sara Dögg segir að „spyrlinum virðist meira í mun að skapa einhver hugrenningatengsl hjá fólki við eitthvað ósæmilegt þegar hann veltir fyrir sér hvort eini samkynhneigði frambjóðandinn hafi sótt HOMMA-bari í gegnum tíðina heldur en að ná fram gagnlegum upplýsingum um sýn frambjóðandans á embættið og hlutverk sitt.“

Að endingu segir Sara Dögg að hún voni að fordómar minnki og hún er með það á hreinu hvern hún mun styðja:
„Ég vona svo heitt og innilega að minn forseti Baldur Thorhallsson og hans maki Felix Bergsson fari um heiminn og komi við á hommabörum heimsins og heiðri gesti með nærveru sinni. Segjum nei takk við daðri spyrjenda við fordóma.“