Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Steven Gerrard myndi ekki taka við Everton í dag: „Kemur bara alls ekki til greina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steven Gerrard er einn besti fótboltamaður Englands fyrr og síðar; lék allan sinn feril með Liverpool og vann fjölda titla með liðinu. Hann var um langt árabil burðarás í enska landsliðinu.

 

Steven Gerrard

 

Gerrard lítur á Everton, sem er staðsett í Liverpool, sem erkióvin sinn eftir erfiðar og margar viðureignir með Liverpool gegn bláklæddum Everton-mönnum.

Ástæðan fyrir því að Gerrard tjáir sig um Everton er sú að hann var orðaður við starf framkvæmdastjóra félagsins og var hissa á þeirri umræðu.

- Auglýsing -

Í viðtali við ESPN segir Gerrard, sem er núverandi framkvæmdastjóri Glasgow Rangers í Skotlandi, að „Rafa (framkvæmdastjórinn Rafael Benitez sem var nýlega ráðinn til Everton og var stjóri hjá Liverpool þegar Gerrard var á toppi síns ferils) fæddist ekki í Liverpool; hann er ekki ekta Liverpool-maður. Rafa lék ekki gegn Everton í tuttugu ár, svo ég held að þetta séu allt öðruvísi aðstæður.

Rafa er sinn eigin herra og tekur eigin ákvarðanir og það er ekkert skrítið að hann hafi viljað þjálfa í ensku úrvalsdeildinni hjá stóru félagi; var ekkert hissa á þessu. En ég var mjög hissa að sjá að ég hafi verið orðaður við félagið; hvaðan það kom veit ég ekki,“ og klikkir út með þessum beinskeyttu orðum:

- Auglýsing -

„Ég mun aldrei þjálfa Everton, hvorki nú né síðar, kemur bara alls ekki til greina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -