Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA er landsþekktur fyrir hárprýði, og fer kappinn reglulega í klippingu.
Smartland segir frá því að í dag hafi Halldór Benjamín heimsótt Svavar Örn Svavarsson, einn albesta hárgreiðslumeistara landsins á stofunni Senter. Og er Svavar Örn hrifinn af hárprýði Halldórs:
„Mér finnst hann með mjög fallegt hár. Af hverju þurfa allir að vera eins og möppudýr með eins klippingu? Mér finnst hann geggjaður svona,“ segir Svavar Örn sem séð hefur um hárið á Halldóri um allnokkurt skeið:

„Ég vil alls ekki að allir séu eins. Mér finnst gaman þegar fólk mætir með smá hár. Það er eins og fólk þurfi alltaf að fá svakalega mikið fyrir peninginn þegar það fer í klippingu. Það er miklu betra að mæta oftar og láta taka minna af því. Ég klippti hann ekki mikið. Ég var aðallega að snyrta hann,“ segir Svavar Örn að endingu.