Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Tesla lækkar verð um 20 prósent: „Mun hafa áhrif á markaðinn í heild sinni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meirihluti nýrra bíla sem seldust á Íslandi í fyrra voru rafbílar, að fullu eða hluta, eins og segir á ruv.is.

Innan við þriðjungur voru bílar sem nota jarðefnaeldsneyti einungis.

Bílaframleiðandinn Telsa ákvað að lækka verð á bílum sínum um 20% nýverið; enda hafi svigrúm til lækkunar skapast vegna hagkvæmni í framleiðslu.

Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, Runólfur Ólafsson, segir að Tesla hafi stóraukið framleiðslugetu sína undanfarið:

Runólfur Ólafsson.

„Þeir hafa meðal annars komið fram með svokallaða gígaverksmiðju í Berlín og þá er styttra varðandi aðdrætti og flutning á bílunum inn á evrópska markaði. Þess vegna hafa þeir möguleika á að framleiða bæði ódýrar og bjóða þá í leiðinni neytendum uppá ódýrari ökutæki.

Markaðurinn er ekki eyland þannig að menn verða að horfa í það þegar að svona stór keppinautur kemur inn á markaðinn með svona mikla lækkun. Þetta mun strax skila sér í lækkun á eftirmarkaði með notaðar Teslur og svo munu aðrir rafbílar á eftirmarkaði lækka í verði og þetta mun hafa áhrif á markaðinn í heild sinni vegna þess að samkeppnisaðila Tesla á markaði verða að mæta þessu með einhverjum hætti.“

- Auglýsing -

Kemur fram að um 17 þúsund nýir bílar voru seldir á Íslandi í fyrra; rúmum 30% meiri sala en árið á undan.

Þriðjungur nýrra bíla sem seljast eru rafbílar, 22,6% tengiltvinnbílar og 17,8% blendingsbílar (e. hybrid).

Dísilbílar voru 14,2% og bensínbílar 11,9%.

- Auglýsing -

Tveir þriðju nýrra bíla sem seljast hér á landi eru því rafbílar að fullu eða hluta til.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -