Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Þegar þótti fyndið að gera grín að „mongólítum“ – Tvíhöfði tæklaði þá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„The Times They Are A-Changin“ söng Bob Dylan forðum daga og ekki hefur tekist að afsanna orð hans. Það sem í gær þótti töff þykir á morgun hallærislegt; það sem þótti fyndið og/eða viðeigandi í dag þykir það ekki í kvöld.

Að karlmenn klipu í rassa kvenna þótti sumum eðlilegt á sínum tíma en nú er slík hegðun réttilega flokkuð sem kynferðisleg áreitni.

Það kom allt í einu upp í hug minn gamall „skets“ þeirra Tvíhöfða-bræðra, Jóns Gnarrs og Sigurjóns Kjartanssonar, þar sem aðalsöguhetjan var kölluð „Snjalli mongólítinn“ og leysti hann dularfullt morðmál eins og að drekka vatn.

Sem betur fer er allnokkuð um lið síðan heitið og orðið „mongólíti“ datt út úr samfélagslegu tungutaki okkar. „Mongólíti“ var heiti eða uppnefni á börnum sem fæddust með svokallað Downs heilkenni.

Talið er að um það bil 6 af hverjum 1000 börnum fæðist með litningagalla en nokkur hundruð slíkir gallar eru þekktir. Oft er stór hluti þessara barna með frávik í þroska og ýmsa meðfædda galla á líffærum; þrístæða litnings númer 21 er algengasti litningagallinn og leiðir af sér Downs heilkenni sem var fyrst lýst árið 1866 af breskum lækni – John Langdon Down.

Læknirinn John Langdon Down ásamt tveimur óþekktum manneskjum með Downs heilkennið.

Downs heilkenni finnst hjá einu af hverjum 700-1000 börnum, en langflest fóstur með þessa litningagerð látast fyrir fæðingu, þar af 30-40% eftir fyrsta þriðjung meðgöngunnar. Fæðingum barna með Downs heilkennið hefur fækkað mjög mikið á síðustu árum, vegna þess að auðvelt er að greina fóstur með heilkennið og hafa margir kosið að láta eyða fóstri þegar ljóst er að það er með Downs heilkennið.

- Auglýsing -

En þá að spurningunni um hvað sé viðeigandi og óviðeigandi og allt það – því jú tímarnir eru alltaf að breytast – varðandi grín Tvíhöfða um „mongólíta“ – sem ekki varð mikið uppnám yfir í íslensku samfélagi þegar það var útgefið. Er þessi „skets“ enn fyndinn og viðeigandi, einhverjum tuttugu árum síðar, eða hvað?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -