Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

„Þegar Viðreisn og Samfylkingin vilja samþykkja málið án nokkurra fyrirvara þá er mikil hætta á ferðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er afar íhaldssamur þegar kemur að aðgangi útlendinga að orkuauðlindum þjóðarinnar eins og fiskinum í sjónum og þar held ég að mér höndum,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við Suðurnesjablaðið aðspurður um andstöðu sína við þriðja orkupakkann.

Ásmundur nefnir sem ástæðu fyrir andstöðu sinni að Viðreisn og Samfylkingin séu málinu sammála.

„Hef verið yfirlýstur andstæðingur sæstrengs og er þeirrar skoðunar að orkan eigi að skapa verðmæti og fjölbreytt vel launuð störf í landinu og er því ekki til útflutnings. Málið er til meðferðar í þinginu og getur tekið breytingum og þarf að gera það. Þegar Viðreisn og Samfylkingin vilja samþykkja málið án nokkurra fyrirvara þá er mikil hætta á ferðum fyrir íslenska hagsmuni að mínu mati,“ segir þingmaðurinn.

Hann segir atkvæði hans til málsins taki mið af hvernig þingsályktunartillagan lítur út við lokaafgreiðslu. „Þá ræður sannfæring mín ein hvernig ég greiði atkvæði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -