• Orðrómur

Þetta er fólkið sem Ingó kærir

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Greint var frá því í gær að blaðamenn, áhrifavaldar og fólk sem hefur ásakað Ingó Veðurguð um refsiverða háttsemi mætti eiga von á kæru eftir að hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gekk til liðs við Ingó.

Þar kom fram að fimm einstaklingar sem á einhvern hátt hefðu tjáð sig opinberlega um mál Ingós hefðu fengið kröfubréf.

Nú hefur Vísir greint frá því hvaða fimm einstaklingar það eru:

- Auglýsing -

Edda Falak áhrifa­vald­ur, Sindri Þór Sig­ríðar­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardótt­ir, einn af for­svars­mönn­um hóps­ins Öfga, Kristlín Dís Ingilín­ar­dótt­ir, blaðamaður Frétta­blaðsins, og Erla Dóra Magnús­dótt­ir, blaðamaður DV.

Í gær steig sömuleiðis fram einn ríkasti maður Íslands, Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunar­fyrir­tækisins Ueno og bauðst til að greiða lögfræðikostnað allra þeirra sem Ingólfur Þórarinsson, oftast kallaður Ingó Veðurguð, mun stefna. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -