Þriðjudagur 25. júní, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Hvað er það þegar tvær manneskjur stunda kynlíf og önnur hefur ekki áhuga?“ – „Nauðgun.“ MYNDBAND

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson birti afar sláandi myndband á TikTok; sveipað ákveðnum léttleika og galsa, en undirtónninn er þó kolsvartur og alvarlegur enda viðfangsefnið ekkert grín: Nauðganir. Hann túlkar í myndbandinu – sem tvær persónur – textann við lagið „Fanney“ eftir Ingó Veðurguð. Eftir þá túlkun er lagið hreint ekki það „sama“ og áður. Óskar opnar texta lagsins upp á gátt og kemst að kjarna þess.

Óskar starfaði sem Ritari Samfylkingarinnar á árunum 2016 til 2018 og einnig sem leiðbeinandi hjá leikskólanum Hvammi í Hafnarfirði, en hann er Hafnfirðingur.

Óskar Steinn.

Í dag stundar hann nám í Stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og ef hann ákveður að gera stjórnmál að sínu aðalstarfi mun án alls vafa heyrast í honum svo eftir verður tekið; enda þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið og hefur á sínum pólitíska ferli verið óhræddur að standa upp og gagnrýna af hörku og með rökum ef honum mislíkar eitthvað.

Svo gæti hann alveg lagt leiklist eða kvikmyndaleikstjórn fyrir sig – það sannar myndbandið; túlkunin og leikurinn: Upp á tíu.

Sjá einnig: Rakel var lengi kærasta Ingós Veðurguðs: „Mér líður eins og ég hafi verið kýld í magann“

Í myndbandinu leikur Óskar Steinn tvö hlutverk – tvær persónur, (greinarhöfundur gerir mun á þeim með tölunum 1 og 2) – þann sem hlustar á lag eftir Ingó Veðurguð sem heitir Fanney og túlkar það sem hrein og klár skilaboð um að nauðganir séu í lagi, ef þær eru bara svona í „léttum“ dúr.

- Auglýsing -

Í hinu hlutverkinu er Óskar í gervi manns sem er ekki að tengja við undirtóninn í texta Ingós alveg strax; þeir ræða saman og komast síðan í raun og veru að einu eðlilegu útkomunni; lagið vísar í nauðgun í þessum „létta“ dúr sem einfaldlega ekkert „létt“ er við – algjörlega þvert á móti.

Sjá einnig: Ingó Veðurguð í viðtali við Mannlíf: „Ég ætla ekki að láta eyðileggja mannorð mitt“

Titill myndbandsins, eða bara hrein og klár niðurstaða eftir túlkun á texta lagsins, er svohljóðandi:

- Auglýsing -

„Vísbendingarnar voru þarna í lögunum hans allan tímann… nei þýðir ekki „sannfærðu mig” btw“

Svo er hér bútur úr samtali Óskars 1 og Óskars 2 þegar þeir pæla í textanum og túlka hann, en myndbandið fylgir með greininni:

Óskar 2: „Skemmtilegt lag.

Óskar 1: „Já, geggjað lag.

Óskar 2: „Hvernig er annars aftur þessi texti? Ef þú hefur engan áhuga á mér máttu alveg þykjast fyrir mig.“

Óskar 1: „Hvað heitir það aftur þegar tvær manneskjur stunda kynlíf og önnur hefur engan áhuga á því?“

Óskar 2: „Það er ekki það sem það þýðir.“

Óskar 1: „Hvað heitir það þegar önnur manneskjan vill ekki ríða en hin manneskjan þrýstir á hana með skilaboðum um að þykjast vilja það!?“

Óskar 2: „Nauðgun, það heitir nauðgun.“

Óskar 1: „Já, það heitir nauðgun.“

En sýn er texta ríkari og myndbandið er hörð fordæming á kynferðisáreiti og nauðgunum.

Í lokin er hér texti lagsins „Fanney“ eftir Ingó Veðurguð:

ég skal segja ykkur frá

stelpu sem ég sá í gær        

það var inn á bar

við vorum nokkur þar í gær        

okkur fannst það gott

að hún var svona flott í gær       

ég var glaður að ég skyldi

finna hana í gær        

hún bað mig um að semja lag  

og syngja fyrir sig í dag   

og núna er ég búinn að því  

og hún veit hvað mig langar í  

fanney -ey -ey

ekki segja nei, nei, nei,

því þú ert alltof heit, heit, heit.

fanney – fanney  

lagið fjallar ekki um neitt

en samt er það jafn heitt og hún         

mig dreymdi að í nótt

við læddumst niðrá miklatún         

þú manst að segja já   

ef ég reyni að ná í þig       

en ef þú hefur engan áhuga

máttu alveg þykjast fyrir mig    

 hún bað mig um að semja lag  

og syngja fyrir sig í dag   

og núna er ég búinn að því  

og hún veit hvað mig langar í  

fanney -ey -ey

ekki segja nei, nei, nei,

því þú ert alltof heit, heit, heit.

fanney – fanney!

 fanney -ey -ey

ekki segja nei, nei, nei,

því þú ert alltof heit, heit, heit.

fanney – fanney!

allt sem ég sagði þar  

skiptir ekki máli í dag,

sannleikurinn er

ég sé þig alsstaðar.

 fanney -ey -ey

ekki segja nei, nei, nei,

því þú ert alltof heit, heit, heit.

fanney – fanney!

 fanney -ey -ey

ekki segja nei, nei, nei,

því þú ert alltof heit, heit, heit.

Lag og texti: Ingó veðurguð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -