Facebook lokaði á aðdáendasíðu Hugleiks Dagssonar í gær fyrir að hafa brotið og oft reglur síðunnar. Myndasagan sem gerði útslagið gerir grín að byssueign.
Hugleikur skrifaði færslu á Twitter-reikningi sínum þar sem hann segir frá refsingu Facebook. Færslan er á ensku en er hér þýdd: „Þá hefur Facebook fjarlægt aðdáendasíðu mína því ég braut reglur þeirra einu sinni of oft. Það er sanngjarnt. Verk mín eru ekki allra, og það er gott mál. Ég trúi því að þessi teikning hafi gert útslagið. Hægt er að nálgast prentútgáfu af verkinu hér: “ dagsson.com/collections/pr
Og hér er verkið:

So Facebook removed my fanpage because I violated their guidelines one time to many. That’s fair. My work isn’t for everyone, and that is a good thing. I believe this is the drawing that got me kicked out. Art print available here: https://t.co/yRLwWxMNMv pic.twitter.com/jub8HL6Qag
— dagsson (@hugleikur) June 22, 2022