Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

Þingmenn í Bretlandi ósáttir vegna heimsóknar Trump

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mér blöskrar að Theresa May hafi gefið þessum manni vettvang,” tísti Yvette Cooper, þingkona Verkamannaflokksins, vegna heimsóknar Trump til Bretlands. Ummælin lætur hún falla vegna gagnrýni Donald Trump Bandaríkjaforseta á Sadiq Khan, borgarstjóra London.

Trump mætti til London í morgun þar sem hann hyggst funda við stuðningsmenn Brexit. Stuttu fyrir lendingu tísti hann: „Kahn minnir mig á mjög heimska og vanhæfa borgarstjóra New York, de Blasio, sem hefur líka staðið sig hræðilega.” Trump kallaði Sadiq Khan, borgarstjóra London, „ískaldan hálfvita” og endaði með orðunum; „Ég hlakka til að gerast góðvinur Bretlands og er spenntur fyrir heimsókninni. Er að lenda núna!”

Annar þingmaður Verkamannaflokksins Steven Doughty, hefur einnig gagnrýnd ummæli Trump. „Þessi rasíski, karlrembu lygari er lentur. Hann er svívirðing fyrir forsetaembættið og því ágæta fólki sem býr í Bandaríkjunum. Hann ætti ekki að vera heiðraður. Þetta er dagur niðurlægingar í Bretlandi,” tísti Doughty.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -