Miðvikudagur 11. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

„Þórdís Lóa ætti hugsanlega að spara vandlætinguna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf tók saman eftirminnileg ummæli sem þjóðþekktir Íslendingar létu falla í vikunni.

„Ég held að Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafi sett einhvers konar met í dylgjum og ósannindum. Borgin er vel rekin, með traustan og góðan fjárhag. Þetta birtist enn á ný í síðasta ársreikningi borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki ræða, því hann taldi pólitíska umræðu um endurskoðunarstaðla mikilvægari.“
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, segir Hildi Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa sett met í ósannindum í útvarpsþættinum Vikulokin.

„Þórdís Lóa ætti hugsanlega að spara vandlætinguna, rétt á meðan hún kynnir sér staðreyndir. Skrif hennar sýna, svo ekki verður um villst, hvers kyns meðvirkni og undirlægjuháttur ríkir gagnvart borgarstjóra. Tölurnar tala sínu máli. Það er óstjórn í borginni – og þeirri staðreynd verður ekki sópað undir rykfallnar gólfmottur borgarstjóra á minni vakt.“
Hildur svarar Þórdísi Lóu í harðorðum pistli á Facebook.

„Hér er mikil líf og fjör og ég er orðinn þreyttur á að það sé verið að tala mitt uppáhaldssvæði í borginni niður.“
Ólafur Örn Ólafsson, einn eigenda Vínstúkunnar Tíu sopar, sagðist í viðtali á man.is vera orðinn þreyttur á háværum gagnrýnisröddum þeirra sem tala miðbæ Reykjavíkur niður.

„Það er óþolandi „Trumpismi“ að lítill hópur skuli komast upp með gaspur um að einkabíllinn eigi forgang – alls staðar! Það er árið 2020 núna og mengun einkabílsins á ekki rétt á sér.“
Edda Björgvinsdóttir leikkona blandar sér í umræðuna um Laugaveginn.

„Takk Edda og takk til Óla. Ég endađi međ ađ henda einum út af vinalistanum í gær sem sá ekkert annađ réttlætanlegt en ađ hafa bílaflotann á Laugaveginum – og kallađi Óla „ölvađan“ fyrir þađ eina ađ vera honum ósammála.“
Dominique Plédel Jónsson vínsérfræðingur – á Facebook.

- Auglýsing -

„Forseti ASÍ sagði einnig að lífskjarasamningarnir hafi ekki verið hinir „stóru samningar“ og hluti af þeim var að ef það yrði hagvöxtur þá myndi koma ákveðnar launahækkanir gegn lægri krónutölum. Svo segir forseti ASÍ að launafólk sé að taka „skellinn“ í gegnum sína kjarasamninga sem eru í gildi! Hvaða rugl er þetta og það er eins og forseti ASÍ þekki ekki lífskjarasamninginn, en þar var samið um hæstu krónutöluhækkanir sem gerðar hafa verið í marga áratugi til handa lágtekjufólki.“
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi og fyrrverandi varaforseti ASÍ.

„Það er yfirlýst stefna hjá okkur að tala ekki um Guðna, hvorki vel né illa. Ekkert. Þetta er bara bull. Þú getur ekki fundið eitt ljótt orð hjá okkar stuðningsmönnum. Í þessari ódrengilegu samkeppni hefur mér hins vegar sýnst stuðnings Guðna ansi kræfir.“
Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi í samtali við Vísi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -