Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Þórólfur um nýju Covid-bylgjuna: Glittir í nýjan topp – Toppum því miður þann gamla auðveldlega

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

 

Þjóðin beið með öndina í hálsinum í gær eftir fréttum af þriggja klukkustunda löngum fundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn var á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum.

Eftir fundinn voru niðurstöður kynntar – gilda þær í þrjár vikur og taka gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, sagði eftir fundinn að minnisblað sóttvarnarlæknis hefði verið samþykkt í megin dráttum. Einungis er tæpur mánuður frá því að öllu var aflétt hér á landi.

Niðurstöðurnar voru þessar:

Samkomutakmarkanir verða settar á og mega nú einungis 200 manns koma saman; fjarlægðartakmörk verða einn metri. Opnunartími skemmtistaða verður styttur til 23 og síðasti maður út á miðnætti. Fjöldatakmarkanir í sund og líkamsrækt 75 prósent af leyfilegum fjölda í sundi og líkamsrækt.

Svandís sagði að það þyrfti að leggja meira fjármagn í heilbrigðiskerfið til þess að styrkja það og nefndi einnig að á þessum maraþon-fundi hefði verið skipst á skoðunum innan ríkisstjórnarinnar.

- Auglýsing -

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir lagði til að fjarlægðartakmörk yrðu tveir metrar í sumum tilfellum en ríkisstjórnin ákvað að einfaldara væri að hafa það bara einn metra. Ekki virðist hafa verið hlustað á Þórólf í þeim efnum að minnsta kosti, en hann segir að „kúr­v­an“ hvað varðar nýju Covid-bylgjuna sé áfram á upp­leið; í veld­is­vexti og hann telur að núna muni nýja bylgjan stefna mun hærra ef fram heldur sem horfir.

Þórólfur vill minna fólk á að topp­arn­ir á fyrstu bylgj­unni og þriðju bylgj­unni fóru hæst upp í yfir hundrað og segir Þórólfur að því miður gæt­um við hér á landi toppað það auðveld­lega á næst­unni.

Í dag er staðan sú að 60 til 70 prósent af þeim sem eru að grein­ast eru full­bólu­sett­ir.

- Auglýsing -

Ljóst er að staðan er mjög alvarleg því í gær greindust 95 kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands; 75 utan sótt­kví­ar.

Mikið hefur verið rætt um þau áhrif sem afléttingin fyrr í júlí hafi haft; flestir eru sammála um að afléttingin hafi haft afar slæm áhrif þó tímabundið hafi hún létt lund þjóðarinnar mikið.

Þórólfur nefnir að út­breiðslan á ákveðnum stöðum –  til að mynda á skemmtistöðum – þar sem fólk hóp­ast sam­an í stórum stíl og sé í mik­illi nánd og pass­i sig ekki og sé mis­mun­andi vel áttað – hafi haft þau áhrif að veiruútbreiðslan hafi á skömmum tíma farið inn í fjöl­skyld­ur; vina­hópa og fyr­ir­tæki.

Und­an­farið hafa um eitt prósent þeirra sem sýkst hafa af kór­ónu­veirunni þurft á spít­alainn­lögn að halda en hlut­fallið var um 5 prósent áður. Þórólf­ur seg­ir að mögu­lega megi þakka bólu­setn­ing­unni fyr­ir að fleiri hafi ekki þurft að leggj­ast inn sem stend­ur.

Hann nefnir að hjúkr­un­ar­heim­il­in séu búin að efla varn­ir og séu búin að auka við varúðarráðstaf­an­ir.

Einnig að fólk sé núna úti um allt þannig að þetta sé tölu­vert erfiðara en áður og

smitrakn­ing­ar­t­eymið sé tölu­vert á eft­ir, þannig að ástandið nú sé orðið mjög snúið fyr­ir alla viðbragðsaðila.

Þórólfur er alveg klár á því að það væri miklu meiri og hraðari út­breiðsla veirunnar ef bólusetningarhlutfallið hér á landi væri ekki svona hátt miðað við mörg önnur lönd í heiminum. Hann ljáir einnig máls á því að hann hefði viljað fá samþykktar miklu strang­ari

til­lög­ur held­ur en liggja fyr­ir núna.

Bólu­setn­ing­in er um 90 prósent virk í að koma í veg fyr­ir al­var­leg veik­indi; en 50 til 60 prósent í að koma alveg í veg fyr­ir smit og að það séu marg­ir sem eru vel varðir.

Ljóst er að hertar takmarkanir sem taka gildi á miðnætti hefðu orðið mun harðari ef Þórólfur hefði fengið allar sínar tillögur úr minnisblaði sínu til ríkisstjórnarinnar samþykktar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -