2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Þrír látnir og tveir alvarlega slasaðir eftir flugslys við Múlakot

Þrír létust og tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús eftir að einkaflugvél skall til jarðar við Múlakot í Fljótshlíð. Slysið átti sér stað um kl. 20.30 í gærkvöldi. Þetta kemur fram á Facebook síðu Lögreglunnar á Suðurlandi.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu er líðan þeirra slösuðu stöðug. Rannsókn á tildrögum slyssins er í gangi og því getur lögreglan ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

Laust eftir 20:30 í gærkvöldi barst tilkynning um flugslys nálægt flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð. Eldur var þá laus í flugvélinni. Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnun Suðurlands, ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar fóru á staðinn. Alls voru fimm aðilar í flugvélinni. Eins og áður segir hafa þrír látist og tveir eru alvarlega slasaðir.

Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar Rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsteymi Rauðakross Íslands var sent á vettvang til að veita vitnum að atvikinu sálrænan stuðning.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is