2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Þrjár konur slösuðust á tónleikum Of Monsters and Men um helgina

Myndavél féll um tíu metra inn í hóp áhorfenda á tónleikum Of Monsters and Men um helgina.

 

Þrjár konur slösuðust á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men um helgina þegar myndavél féll um tíu metra inn í áhorfendahópinn. Atvikið átti sér stað á tónleikahátíðinni Life is Beautiful í Las Vegas á laugardaginn.

Myndavélin sem féll á konurnar mun hafa vegið um níu kíló. Þessu er sagt frá á vef TMZ. Þar segir að tvær kvennanna þriggja hafi verið fluttar á sjúkrahús til aðhlynningar. Þær hafa báðar verið útskrifaðar af spítala.

Talsmaður hátíðarinnar hefur greint frá því að rannsókn á atvikuni standi nú yfir.

AUGLÝSING


Þess má geta að þetta er annað árið í röð sem tónleikagestir slasast á Life is Beautiful hátíðinni. Í fyrra slösuðust tveir tónleikagestir þegar flugeldum var skotið inn í hóp fólks.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is