Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Þúsundasta aðalmeðferðin hjá reyndasta dómara landsins: Sakfellingu aldrei verið snúið í sýknu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðjón St. Marteinsson, reyndasti héraðsdómari landsins hefur kveðið upp þúsund dóma í málum sem sætt hafa aðalmeðferð. Þúsundasta dóminn kvað hann upp í gær en um Íslandsmet er að ræða sem ljóst er að verður erfitt að toppa.

Sá dómari sem hefur næst flestar aðalmeðferðir hefur stýrt um sjö hundrum slíkum dómum. Guðjón vann fyrst í sakadómi á níuna áratugnum en hefur hann verið í sakamálum frá upphafi. En Fréttablaðið tók viðtal við Guðjón.

Þá segir hann frá þinghöldunum í gömlu dagana, þar sem voru reyktir bæði vindlar og sígarettur. Segist Guðjón hafa reykt vindla en góðvinur hans Ásgeir Friðjónsson rannsóknardómari reykti Camel. Þá bauð Ásgeir sakborningum gjarnan sígarettur úr pakkanum.

„Þegar Ásgeir dó, þá mætti fullt af mönnum í jarðarförina sem við vorum búnir að vera að úrskurða í gæsluvarðhald og dæma. Þetta myndi ekki gerast í dag, við Héraðsdóm Reykjavíkur.“

Guðjón segir að dómstólar séu vettvangur mannlegra samskipta, hann eigi oftast mjög góð samskipti við þá sem að málum koma. Þó hafi komið upp undantekningar.

Í eitt skiptið hafi saksóknarinn verið svo skelkaður að hann hafi beðið um að fá að verða samferða Guðjóni út um bakdyr Héraðsdóms. Þá er Guðjón stundum sagður vera mildur í garð afbrotamanna og því ákæruvaldinu erfiður. Hann segist þó ekki gefa neinn afslátt.

- Auglýsing -

Þrátt fyrir gríðarlegan málafjölda Guðjóns hefur hann aldrei kveðið upp sakfellingardóm sem hefur verið snúið í sýknu af æðra dómstigi.
Er Guðjón er spurður út í milda dóma glottir hann og segir; „Ég hef ekki nokkra trú á refsingum. Þess vegna eru þær alltaf svona lágar hjá mér“.

Fáir hafa átt meiri samskipti við glæpamenn landsins og hefur hann því góða innsýn í hugarheim þeirra sem lögreglan hefur regluleg afskipti af. Hann segir þá flesta geta gert það sem þeir vilja.

„Maður veit alveg hvað er að hjá þessum strákum, því oftast eru þetta fínir strákar. Bæði eru þeir greindir og gætu gert það sem þeir vildu. Þeir þurfa bara að láta renna af sér.“

- Auglýsing -

Guðjón segir að lokum að taka þurfi hugarfar þeirra sjálfra með í reikninginn þegar refsingin sé ákveðin. Það vinnist ekkert með því að senda menn í fangelsi í mörg ár hafi þeir leitað sér hjálpar og geti í raun snúið við blaðinu og komið lífi sínu á réttan kjöl.

Íslandmet reynslumesta dómarans, Guðjóns St. Marteinssonar verður ólíklega slegið, í hið minnsta verður það öðrum töluverð áskorun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -