Laugardagur 27. apríl, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Tvær konur fluttu inn mikið magn fíkniefna sem falin voru í hjólastól

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvær konur voru dæmdar sekar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot í Héraðsdómi Reykjaness. Þær fluttu inn ríflega eitt og hálft kíló af kókaíni sem falið var í hjólastól sem önnur þeirra þóttist þurfa að nota. Sakborningarnir, Elizabeth Michelle Rivera Carrion og Mayry Esthefany Moreta Paniagua hafa setið inni í fangelsinu á Hólmsheiði frá 1.júní síðastliðnum. Ekki er tekið fram í dómi hvaðan fíkniefnin komu en í heildina voru 137 pakkningar faldar í hjólastólnum sem Elizabeth sat í og Mayry ók. Sú síðarnefnda er einungis 22 ára gömul. Báðar játuðu þær brotin en þær hafa engan sakaferil hér á landi, ekki er vitað hvort þær hafi hlotið dóm annars staðar.
Þær eru ungar að árum og játa sök. Á hinn bóginn ber að horfa til þess að þær fluttu umtalsvert magn af hættulegu fíkniefni til landsins, falin í hjólastól, og voru efnin ætluð til söludreifingar hér á landi og umsamverknað er að ræða,“ segir í dómi.


Konurnar fengu báðar 18 mánaða fangelsisdóm að frádregnum þeim tíma sem þær sátu gæsluvarðhald.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -