Föstudagur 12. apríl, 2024
2.8 C
Reykjavik

Transkona tók þátt í Tókýó: Blað brotið í sögu Ólympíuleikanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kraftlyftingakonan Laurel Hubbard frá Nýja-Sjálandi braut blað í sögu Ólympíuleikanna með þátttöku sinni – en hún er fyrsta transkonan sem tekur þátt í leikunum.

Hinni 43 ára gömla Hubbard – sem gekkst undir kynleiðréttingu árið 2021 –  gekk ekki vel í sjálfri keppninni, en hún er í +87 kílógramma þyngdarflokki, og var fljótlega úr leik.

En það er ekki það sem fólk mun muna eftir.

Þátttaka Hubbard fer í sögubækurnar og sýnir enn og aftur hversu sterkur einstaklingurinn getur orðið – en Hubbard hefur glímt við allskyns fordóma í sínu lífi en samt haldið ótrauð áfram í átt að markmiðum sínum.

 

- Auglýsing -

Síðan er ekki lokið fyrir það skotið að önnur transkona feti í fótspor Hubbard í Tókýó, en Bandaríkjamaðurinn Chelsea Wolfe er í startholunum ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis.

Hún er varamaður í BMX hjólreiða liði Bandaríkjanna og með þátttöku tvöfaldar hún fjölda transkvenna á þessum sögulegu Ólympíuleikum í Tókýó í Japan. Wolfe hefur eins og Hubbard gengið í gegnum erfiða lífsreynslu og orðið fyrir einelti og fordómum.

- Auglýsing -

Hubbard og Wolfe eru sannkallaðar hetjur sem sýna svart á hvítu hvers megnugur mannshugurinn er.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -