- Auglýsing -
Íþróttalýsandi Íslands, FH-ingurinn og markamaskínan Hörður Magnússon – Höddi Magg – er sérlega glaður í bragði þessi dægrin; sonur hans, Magnús Haukur Harðarson er nýorðinn 37 ára gamall og hann er að verða pabbi – og þar með er Höddi Magg að verða afi:

„Þetta er dagurinn hans Magga míns. Ég heimsótti hann í vesturbæinn í dag. Hann er 37 ára í dag og verður pabbi í maí og gerir mig þá að afa. Lífið leikur við þennan gæðadreng,“ segir Höddi og kveður glaður í bragði með þessum orðum:

„Góðar stundir.“