Miðvikudagur 4. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ungmenni um borð í sökkvandi skipi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjögur ungmenni voru um borð í rússneska togaranum Orlik þegar hann byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í gærkvöldi. Kafari sá til krakkana og kom þeim samstundis frá borði.

Sigurður Stefánsson, kafari og eigandi Köfunarþjónustu Sigurðar, hefur vaktað Orlik undanfarin ár, en togarinn hefur legið bundinn við bryggju í Njarðvíkurhöfn frá árinu 2014 og hefur ástand hans farið hríðversnandi. Í gærkvöldi veitti Sigurður því athygli að skipið var farið að halla verulega sem reyndist vera vegna sjós í vélrými þess og þegar hann kom að því tók hann eftir unglingum um borð. Í samtali við RÚV segist hann hafa komið ungmennunum samstundis frá borði. Þau hafi greinilega ekki áttað sig á því að skipið væri að sökkva, en hefði svo farið hefði það getað sokkið á nokkrum sekúndum og farið hratt niður.

Átján manns unnu að björgunaraðgerðum við skipið í nótt. Að sögn Sigurðar byrjuðu mennirnir að dæla upp úr skipinu um hálf ellefuleytið í gærkvöld og kláruðu upp úr hádegi í dag. Til stendur að draga skipið upp í fjöru við Skipasmíðastöð Njarðvíkur á næstu dögum þar sem því verður fargað. Segist Sigurður binda vonir við að það verði fjarlægt bráðlega vegna þeirrar hættu sem af því stafi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -