Föstudagur 14. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Uppljóstrarinn sem biskupinn rak

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Skírnir Garðarsson, héraðsprestur á Suðurlandi og fyrrverandi prestur í Lágafellskirkju, var rekinn úr embætti í framhaldi af umfjöllun fréttamiðilsins Vísis um samskipti hans og Önnu Auroru Waage. Þetta var í þriðja sinn sem presturinn uppljóstraði eða kom að slíkum málum.

Séra Skírnir sagði frá því í viðtali fyrir nokkru að honum hefði brugðið mjög þegar hann sá á fréttamyndum að Anna var á leið vestur til Bolungarvíkur til að sinna hjúkrunarstörfum á elliheimilinu þar sem kórónuveiran lagðist þungt á fólk. Anna hafði verið ráðin sem bakvörður á þeim forsendum að hún hefði réttindi og menntun til að sinna þeim störfum.

„Ég hafði lúmskan grun um það að pappírarnir sem lágu þar væru að hluta til falsaðir.“

„Ég gat ekki látið hana hafa peninga né mat öðruvísi en að frétta af því hvort hún væri að segja mér satt eða ekki. Þannig ég ákvað að hringja í félagsmálastjóra Mosfellsbæjar, sem ég og gerði. Af því ég hafði lúmskan grun um það að pappírarnir sem lágu þar væru að hluta til falsaðir þá spurði ég félagsmálafulltrúann að því hvort ég gæti fengið að sjá þá,“ segir Skírnir í samtali við Vísi.

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Skírnir rekinn

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, brá skjótt við og lýsti því yfir að presturinn hefði framið trúnaðarbrot með orðum sínum um skjólstæðing. Framhaldið var síðan það að biskup rak séra Skírni, sem verður sjötugur í nóvember. Brottreksturinn var óvenjuharkalegur þar sem Agnes lýsti því yfir að hann myndi ekki þjóna Þjóðkirkjunni framar.

„Sr. Skírnir Garðarsson hefur starfað sem héraðsprestur frá árinu 2016. Í viðtali við Vísi.is þann 11. apríl greindi Skírnir frá viðkvæmum málefnum sóknarbarns, frá þeim tíma sem hann starfaði sem prestur við Lágafellssókn. Með viðtalinu rauf Skírnir trúnaðarskyldu presta og braut starfs- og siðareglur. Sr. Skírnir Garðarson hefur lokið þjónustu sinni fyrir íslensku þjóðkirkjuna,” segir í tilkynningu biskups.

- Auglýsing -

Þessi skjótu viðbrögð vekja athygli og þá ekki síst vegna þess vandræðagangs sem einkennt hefur Þjóðkirkjuna þegar um hefur verið að ræða mun alvarlegri mál á borð við kynferðisbrot. Þá liggur fyrir að Séra Skírnir hefur ekki fengið áminningu sem er lögum samkvæmt undanfari brottreksturs. Presturinn var þess utan í veikindaleyfi þegar hann fékk tilkynninguna um brottreksturinn.

Lestu nánar um málið í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -