Laugardagur 2. nóvember, 2024
2.5 C
Reykjavik

Vilja stéttarfélag fyrir kynlífstengd störf – „Stærra heldur en fólk heldur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi kallar eftir breytingum og hefur krafist sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Framboð á íslensku klámi hefur aukist gríðarlega eftir að vefsíðan Onlyfans kom til sögunnar. Parið Ingólfur og Ósk eru ein af þeim sem framleiða efni og setja á vefsíðuna. Telur Ingólfur klámbannið hér á landi orðið úrelt og segist þau vita af tugum fólks sem framleiða efni fyrir Onlyfans.
„Þetta er stærra heldur en fólk heldur,‘‘ segir Ósk um hóp þeirra sem starfa við að framleiða kynlífstengt efni.  „Þetta eru bara eld, eld, eld gömul lög sem þarf að breyta,“ segir Ósk um klámbannið og bætir við að það sé mikilvægt að fólk geti hringt á lögregluna, án þess að hafa áhyggjur af því.

Renata Sara Arnórsdóttir og Logn berjast fyrir réttindum fólks sem starfa við kynlífstengd störf og eru í samtökunum Rauða regnhlífin. „Það þýðir að þú getur sótt þér vinnuréttindi, getur gengið í stéttarfélag og hefur sama rétt og allir sem eru að vinna einhverja aðra vinnu,“ sagði Logn í fréttum stöðvar tvö í gærkvöld en Vísir fjallaði um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -