Mánudagur 17. júní, 2024
8.5 C
Reykjavik

Vinnustöðvun blaðamanna frestað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinnustöðvun vefblaðamanna og ljósmyndara á Vísi, Rúv, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu hefur verið frestað. Þetta kemur fram á Vísi.is.

Þar segir að ákveðið hafi verið að fresta fyrirhugaðri 12 tíma verkfallsaðgerð sem átti að hefjast klukkan 10:00 í dag.

Þetta hefði orðið þriðja vinnustöðvunin í verkfallsaðgerðum blaðamanna Blaðamannafélags Íslands.

Kjaraviðræður BÍ og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hjá rík­is­sátt­semj­ara stóð yfir í um sjö klukkustundir í gær.

Hjálmar staðfesti í samtali við Mannlíf að verkfallinu í dag hafi verið aflýst.

„Blaðamannafélag Íslands, að höfðu samráði við Samtök atvinnulífsins, hefur aflýst boðuðum verkfallsaðgerðum sem hefjast áttu kl. 10 í dag og standa til kl. 22, sbr. tilkynningu Blaðamannafélags Íslands þann 31. október 2019. Áður boðaðar verkfallsaðgerðir sem hefjast eiga þann 28. nóvember 2019 kl. 10 standa óbreyttar.
Nánari upplýsingar síðar,“ segir í tilkynningu frá Blaðamannafélagi Íslands. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -