- Auglýsing -
Gunnar Smári Egilsson vorkennir ekki olíufélögunum vegna mögulegs verkfalls bílstjóra þeirra.
Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson gefur í nýlegri færslu á Facebook-vegg flokksins hans, olíufélögunum ráð vegna yfirvofandi verkfalls bílsstjóra þeirra. Ráðið er einfalt:
„Ef olíufélögin vilja forða því neyðarástandi sem þau lýsa vegna verkfalls geta þau hækkað laun bílstjóranna sem eru á leið í verkfall. Það kostar þau ekki meira en 50 m.kr. max á ári að verða við kröfum Eflingar, sem er aðeins brot af stórkostlegum hagnaði félaganna.
Magnað að þessir menn fái fjölmiðla undir sig til að halda því fram að þetta sé allt öðrum að kenna.“