Sunnudagur 21. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Vítalía: „Um daginn fannst mér ég sjá einn af þessum mönnum og fékk bara hálfgert kvíðakast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef alveg fengið að heyra að ég sé skrýtin, frá fólki sem þekkir mig ekki, því ég hef kannski ekki endilega áhuga á sömu hlutum og allir aðrir á mínum aldri. En mér finnst fólginn styrkur í því að vera aðeins öðruvísi en aðrir. Það hræðir mig ekkert að vera öðruvísi,“ segir Vítalía Lazareva, í nýju forsíðuviðtali Vikunnar.
Vítalíu þekkja flestir landsmenn en má segja að hún hafi orðið þjóðþekkt á einum degi í upphafi árs. Þá steig Vítalía fram í viðtali í hlaðvarpsþættinum Eigin konur og sagði frá reyslu sinni þar sem þjóðþekktir menn brutu á henni kynferðislega. Vítalía er prýðis kokkur og sýnir hún reglulega frá kræsingum sem hún bæði, eldar og bakar, á Instagram síðu sinni.

Aðspurð hvernig lífið hafi breyst eftir viðtalið segir hún fyrstu dagarnir hafi verið erfiðir.
„Ég viðurkenni að fyrst var þetta bara frekar erfitt og dagarnir dimmir og þungir. Ég er vön að vera í góðri rútínu með lífið mitt en þarna datt öll rútína út og ég átti bara erfitt með að halda mér gangandi. Mig langaði varla að fara út úr húsi, gat ekki að borðað, vildi bara sofa og datt í einhvers konar þunglyndi. Við skulum bara orða það þannig að það hafi verið mikið myrkur í janúar en ég tók þetta í litlum skrefum og mér þótti vænt um að finna stuðninginn og skilninginn frá samnemendum mínum og kennurum í Háskólanum. Mér fannst auðvitað erfitt að opna mig um þetta og segja frá þessu en á sama tíma fannst mér ég líka verða að gera það, fyrir sjálfa mig fyrst og fremst. Málið varð stórt af því að þetta voru þessir menn og fékk mikla athygli, sem ég fann líka fyrir dálítilli sektarkennd yfir þar sem mér fannst leiðinlegt að það sem kom fyrir mig skyldi einhvern veginn fá meira vægi í umræðunni en það sem hafði komið fyrir einhverja aðra,“ segir hún.

Vítalía segist vita að hún muni þurfa að mæta mönnunum sem brutu á henni einn daginn. Atvikið er þó enn ferskt í minni hennar.
„Um daginn fannst mér ég sjá einn af þessum mönnum og ég fékk bara líkamleg einkenni; byrjaði að svitna og ofanda og fékk bara hálfgert kvíðakast. Síðan var þetta ekki hann. En ég veit að ég er alls ekki búin að jafna mig þótt mér líði að vissu leyti betur en fyrir nokkrum mánuðum síðan.“

Þrátt fyrir erfiða tíma segist Vítalía, um leið, hafa gengið í gegnum mikið þroskaferli og mótast sem manneskja.
„Í dag veit ég klárlega hvað ég vil og hvað ekki. Svo veit ég líka fyrir hvað ég vil standa og að ég vil aldrei falla í sömu gryfjuna aftur. Maður byggir ekki eigin hamingju á óhamingju annarra,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -