2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Yfirlæknir segir Landspítala hafa tekið við slæmu búi krabbameinsleitar eftir einkarekstur

Yfirlækni röntgendeildar Landspítalans segir af og frá að Landspítalinn beri ábyrgð lengri biðtíma vegna krabbameinsleit. Spítalinn hafi tekið við erfiðri stöðu eftir að einkaaðili hætti þjónustu.

„Árið 2015 var Krabbameinsfélag Íslands komið í þrot með starfsemina að veita klíníska myndgreiningu og greiningu á brjóstum við grun um brjóstakrabbamein,“ segir Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítalans við Fréttablaðið. 

Pétur segi að fyrirtækið Röntgen Domus Medica hafi hætta bjóða fram lækna til starfseminnar. Það sé einn af vanköntum þess að nýta einkarekstur við sérhæfa læknisþjónustu. „Þeir aðilar geta sagt upp samningum og hætt að veita þjónustu með skömmum fyrirvara og verið af því ábyrgðarlausir.“

Hann segir Landspítalann hafa tekið við þjónustunni með skömmum fyrirvara. „Þetta bar brátt að og á þessum tímapunkti voru engir læknar á LSH þjálfaðir í þessari starfsemi en hér er um læknisstörf að ræða sem krefjast umtalsverðrar sérhæfingar.“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is