Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Yfirvöld í Sri Lanka staðfesta að 290 eru þegar látin og vara við að talan fari hækkandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ættingjar fórnarlamba hryðjuverkaárásanna í Sri Lanka hafa fengið heimild til að bera kennsl á ástvini síni sem létust í árásunum. Þetta kemur fram á vef BBC. Staðfest tala látinna í Sri Lanka eru 290 manns auk þess að um fimm hundruð eru slasaðir. Tala látinna er líkleg til að hækka. Yfirvöld í Sri Lanka telja lítt þekkt hryðjuverkasamtök National Thoweed Jamath standa að baki árásunum. Samtökin eru talin eiga uppruna sinn frá öðrum hóp Sri Lanka Thowheed Jamath, sem er islamskur harðlínuhópur.. Lítið er vitað um NTJ en samtökin eru talin tengjast röð skemmdaverka gegn hofum búddista í landinu. 24 hafa verið handteknir vegna hryðjuverkanna.

 

Sjá einnig: Ritstjóri Gestgjafans í hringiðu hryðjuverkaárása í Sri Lanka.

Rajitja Seneratne, talsmaður yfirvalda í Sri Lanka, staðfesti á fréttamannafundi að yfirvöld hefðu ítrekað fengið fregnir af því að NTJ hefði árás í hyggju. Þá virðist lögregla hafa haft grun um að samtökin væru að skipuleggja árás.

Maithripala Sirisena, forseti Sri Lanka

Þrátt fyrir að hryðjuverkin séu nú talin vera á ábyrgð innlendra samtaka hefur Maithripala Sirisena, forseti Sri Lanka, óskað eftir alþjóðlegri aðstoð við rannsókn á því hvort samtökin hafi notið stuðnings erlendra samtaka. Talsmaður yfirvalda sagði við fréttamenn fyrr í dag að yfirvöld telji hryðjuverkamennina hafa notið aðstoðar. Árásin sé á slíkum skala að ólíklegt sé að samtökin hafi skipulagt þau ein og óstudd. Vert er að taka fram að árásirnar eru enn til rannsóknar. Yfirvöld telja NJT að baki þeim.

Samhæfð árás var framin á átta stöðum. Hryðjuverkin beindust gegn kirkjum þar sem fólk tók þátt í páskamessum og hótelum. Ferðaþjónusta er ein stoð efnahags Sri Lanka. Rúmlega sjö prósent íbúa landsins eru kristnir.

Shangri-La hótelið.

Meðal hinna látnu eru auk ríkisborgara Sri Lanka einstaklingar frá Bretlandi, Indlandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Kína, Tyrklandi, Ástralíu, Portúgal, Hollandi, Bangladess, og Japan. Þá eru ríkisborgarar frá Ítalíu, Sádí-Arabíu, Pakistan, Póllandi og Marokó taldir meðal hinna særðu. CNN segir að um 250 hinna látnu séu frá Sri Lanka.

- Auglýsing -

Shantha Mayadunne sjónvarpskokkur frá Sri Lanka er meðal hinna látnu. Skömmu fyrir árásina sem varð henni að bana deildi dóttir hennar mynd af fjölskyldunni að njóta morgunmat saman. Shanta er afar þekkt í heimalandinu. Hún hefur gefið út tvær bækur, stýrir sjónvarpsþætti og heldur námskeið í matreiðslu.

Cinnamon Grand hótel er eitt skotmarka. Hótelið hefur staðfest að fjórir þjónar á veitingastað hótelsins létust. Shang-La hótelið tilkynnti á Facebook að þrír starfsmenn hafi látist í sprengingunni.

Talsmaður danska milljónamæringsins Anders Holch Povlsen staðfesti við BBC að þrjú barna hans hefðu látist í árásunum.

- Auglýsing -

Rasina, kona frá Kerala í Indlandi, lést í árásunum en hún bjó ásamt eiginmanni sínum í Dubai. Hjónin voru í Sri Lanka til að heimsækja ættinga. Eiginmaður Rasinu hafði flogið heim til Dubai fyrr um daginn.

Fimm starfsmenn Janata Dal flokksins í Indlandi létust einnig í sprengingunni. Starfsfólkið var í leyfi frá flokknum í Sri Lanka til að jafna sig eftir kosningar sem fram fóru í landinu þann 18. apríl síðastliðinn.

Tyrkneskir verkfræðingar, Serhan Selcuk Narici og Yigit Ali Cavus, eru meðal hinna látnu en BBC hefur eftir föður Serhan að sonur hans hafi verið við störf tengd sendiráði Bandaríkjanna.

Scott Morrisson, sendiherra Ástralíu hefur staðfest að allavega tveir Ástralar hafi látist í árásinni. Barnabarn Sheikh Fazlul Karim Selim, þingmanns frá Bangladess, er einnig meðal hinna látnu.

St. Anthony í Colombo

Sprengingarnar áttu sér stað milli 8.45 og 9.30 á staðartíma á Sunnudag. Árásir áttu sér stað í þremur Borgum höfuðborginni Colombo. Negombo og Battacaloa. Þrjá kirkjur og þrjú hótel voru skotmörk í fyrstu. Fimm klukkustundum síða sprungu tvær sprengjur til viðbótar rétt utan Colombo á gistiheimili og í þyrpingu íbúðarhúsa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -