Fimmtudagur 5. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Rúntað á Rucio – 21. Þáttur: Victor Jara – Söngvaskáldið sem Pinochet pýntaði og drap

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þetta er ekki þáttur fyrir viðkvæma. Hér verður tveimur frægustu mönnum Chile fylgt til hinstu stundar. Sá fyrri hét Salvador Allende og var náfrændi rithöfundarins Isabel Allende. Hann var forseti landsins frá 1970 þar til Pinochet og félagar fóru með báli og brandi að forsetahöllinni La Moneda í Santiago árið 1973. Þá greip hann vopn sem þekktur þjóðhöfðingi hafði fært honum að gjöf og svipti sig lífi. Farið verður ítarlega í þessa sögu í þættinum.

Nýja yfirvaldið, með Pinochet í broddi fylkingar, gerði síðan innreið sína í háskóla í Santiago þar sem söngvaskáldið Victor Jara hafði komið sér fyrir ásamt öðrum mótmælendum. Í þættinum verður Victori fylgt í hinn hræðilega dauðdaga sem hans beið í höndum þessarar nýju stjórnar sem stráfelldi sína eigin landa. Þrátt fyrir það var Pinochet forseti til ársins 1990 en þá flúði hann undir pilsfald Margrétar Thacher forsætirráðherra Breta. Hann dó síðan frjáls maður í hárri elli. Þessi saga bíður uppá spurningar sem fá þá Jón Sigurð og Rucio til að leiða hugan að mönnum einsog Julian Assange sem er ekki eins heppinn og Pinochet þar sem hann leitaði að verndarhendi í Bretlandi en bíður þess nú að verða framseldur til Bandaríkjanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -