Laugardagur 15. júní, 2024
11.8 C
Reykjavik

Rúntað á Rucio – 23. þáttur: Leonard Cohen og Miðjarðarhafið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í upphafi þáttar ræðir Jón Sigurður um einmsemd þá sem fylgir því að finnast maður vera á skjön við samtíð sína. Síðan er rætt um Leonard Cohen sem á gamals aldri áttaði sig á því að hann hafði ekki þakkað almennilega fyrir sig. Hann bætti úr því þegar honum hlotnuðust verðlaun Prinsins frá Astúrías árið 2011 og þakkaði Spáni með þeim orðum að allt sem hann hafði gert á sínum ferli ætti rætur sínar að rekja til þessarar þjóðar og jarðar. Hvað var það sem þessi þjóð gaf honum? Sú tregafulla en fallega saga er rakin í þættinum. En söngvaskáldið hefur líka sótt meira til Miðjarðarhafsins því hann bjó í um áratug á grísku eyjunni Hydra þaðan sem hann fór síðan með ríkulegt veganesti. Þeir Rucio og Jón Sigurður fá svo til sín gesti til að flytja eitt frægasta lag Cohens; Halelúja. Það syngur Alma Jónsdóttir, sem um þessar mundir syngur í söngleikjum einsog Lion King víða um Spán. Ásamt Jóni Sigurði spila undir fiðlusnillingurin Juan Ceballos og bróðir hans, hljómborðsleikarinn, Victor Ceballos.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -