Það kom engum á óvart þegar Richard Mallory hvarf í lok nóvember árið 1989. En þegar bifreið hans fannst mannlaus nokkrum dögum síðar varð ljóst að ekki var allt með felldu. Þann 13. desember fannst lík Mallorys, vafið inn í gólfteppi á skógi vöxnum stað þar sem fólk átti til að losa sig við rusl, þótt ólöglegt væri. Hann hafði verið skotinn þrívegis með 22 kalíbera byssuþ Lögreglan stóð á gati og ekkert gerðist sem varpaði ljósi á morðið. En sannleikurinn átti eftir að koma í ljós og ýmislegt miður fallegt kom upp úr krafsinu.
Sakamálið (19): Líkið var vafið inn í gólfteppi
Athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Lestu meira
- Auglýsing -