2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Þrjú æðisleg baðherbergi

  Þeir sem eru að íhuga að skella sér í framkvæmdargallann og langar að taka baðherbergið sitt í gegn ættu kannski að kíkja á þessi flottu baðherbergi sem ljósmyndarar Húsa og híbýla mynduðu fyrir síðasta baðherbergisþema blaðsins.

  Flestir velja að hafa þetta rými heimilisins tímalaust og klassískt þegar kemur að stílnum.

   

  Herragarðsstíll undir breskum áhrifum
  Hanna Stína innanhússarkitekt hannaði þetta flotta baðherbergi síðasta vor og stíllinn er í anda hússins sem er timburhús frá árinu 1929.

  AUGLÝSING  Litríkar, mynstraðar gólfflísar eins og þessar hafa verið áberandi undanfarið. Á veggnum í sturtunni eru hinsvegar hvítar mósaíkflísar sem koma vel út. Takið svo eftir handklæðahillunum í veggnum; smart lausn sem sparar pláss.

  Hlýlegt og svolítið rómantískur stíll
  Þetta gullfallega og hlýlega baðherbergi hannaði Rut Káradóttir innanhússarkitekt. Innréttingin er sérsmíðuð og er úr grábæsaðri eik með lóðréttum fræsingum og kemur vel út á móti látlausu gólf- og veggflísunum og fölbláa litnum sem er á veggjunum.

  Bjart, tímalaust og rómantískt baðherbergi þar sem nóg er af skápaplássi og flott lýsing.

   

  Stórt og bjart lúxusbaðherbergi
  Þetta stóra baðherbergi átti upphaflega að vera bæði baðherbergi og þvottahús en eigendur vildu fá stórt og rúmgott baðherbergi og breyttu því skipulaginu og færðu þvottahúsið annað. Eigendur ákváðu að hafa stóra sturtu með grófum dökkum flísum.

  Gólfflísarnar eru kolsvartar og svo eru veggflísarnar alveg hvítar. Viðurinn í innréttingunni er smart mótvægi við svart/hvíta stílinn og svo kemur gríðarlega vel út að vera með svartan stein í handlaug/borðplötu. Töff, stórt og minimalískt baðberbergi.

  Myndir: Aldís Pálsdóttir
  Blaðamenn: Sigríður Elín, Sjöfn Þórðardóttir og Þórunn Högna.

  Ekki missa af þessum

  Engar færslur fundust.

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is