Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Anna Hansen er komin með fasta stöðu í Aqua: „Það hefur verið nóg að gera“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dansk-Norska Europop-hljómsveitin hefur fengið íslenskan liðsstyrk.

Sunnlenska.is segir frá því að söngkonan Anna Hansen frá Leirubakka í Landsveit, sé nýjasti meðlimur hljómsveitarinnar Aqua. Hljómsveitin sló í gegn á tíunda áratug síðustu aldar með lagið Barbie Girl en hefur nú aftur vakið athygli vegna vinsælda Barbie-kvikmyndarinnar en þar má heyra ábreiðu Nicki Minaj og Ice Spice á Barbie Girl.

Hin litríka Aqua.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Anna Hansen flutti til Danmerkur fyrir fimmtán árum en það gerði hún til að nema söng við Complete Vocal Institute-skólann. Fljótlega vakti Anna athygli en hún komst meðal annars í 32 manna úrslit í dönsku Voice-sjónvarpsþáttunum árið 2012. Síðar fór Anna sjálf að kenna við skólann en hæfileikar hennar spurðust út og var hún fengin til að sjá um raddþjálfun í dönsku X-factor þáttunum.

Nóg hefur verið að gera hjá bandinu undanfarið.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Fyrir tveimur árum hóf hún að koma fram sem bakraddasöngkona hjá Aqua en nýlega fékk hún fasta stöðu í hljómsveitinni.

„Það hefur verið nóg að gera síðan síðast. Í byrjun október fékk ég fasta stöðu sem bakrödd í Aqua. Ég hafði verið að leysa af aðeins áður en nú er ég með á öllum tónleikum. Frá áramótum höfum við spilað fullt af tónleikum á allskonar stöðum, bæði hér í Danmörku en svo líka til dæmis í Tel Aviv, Mílanó, Þýskalandi, Prag, á Spáni, í London, New York, Los Angeles, Kanada og fleiri stöðum,“ segir Anna í samtali við sunnlenska.is.

Hægt er að lesa allt viðtalið við Önnu hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -