Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Anna Sóley gefur út nýja smáskífu – Áminning um að jákvæðni og viljastyrkur geta komið manni áfram

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sönkonan Anna Sóley sendir frá sér smáskífuna „I just Smile“ á næstu dögum.

I Just Smile kemur út á streymisveitum föstudaginn 24. júní og er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu, Önnu Sóleyar, Modern Age Ophlia, sem kemur út í haust. Lagið var samið á björtum vordegi og er áminning um að jákvæðni og viljastyrkur geta komið manni áfram þegar dagsformið er ekki upp á sitt besta.

I Just Smile
Mynd: Aðsend

Anna Sóley útskrifaðist frá Konservatoríinu í Arnheim í Hollandi síðastliðið vor. Hefur hún komið fram víðs vegar um Ísland, í Þýskalandi, Hollandi og víðar. Þann 24. júní næstkomandi sendir hún frá sér smáskífuna „I just Smile“ en hægt verður að nálgast skífuna á steymisveitum. Anna Sóley hefur áður sent frá sér tvær smáskífur af plötunni en að hennar sögn kveður hér eilítið við annan tón.

Á plötunni blandast saman mismunandi tónlistarstefnur en þar má finna jazz, grúf, popp og alþýðutónlist. Textarnir eru oft samræður við persónur úr sögum eða sýn á lífið og tilveruna.

Flytjendur lagsins eru:

Anna Sóley Ásmundsdóttir – Söngur

- Auglýsing -

Mikael Máni Ásmundsson – Gítar

Magnús Jóhann Ragnarsson – Píanó

Birgir Steinn Theodórsson – Kontrabassi

- Auglýsing -

Magnús Trygvason Eliassen – Trommur

Lilja María Ásmundsdóttir – Hljóðskúlptúrinn Hulda

Rakel Sigurðardóttir – Bakraddir

Upptaka, hljóðblöndun og tónjöfnun – Birgir Jón Birgisson

Lag og texti: Anna Sóley

Tekið upp í Sundlauginni.

Þess má geta að Anna Sóley kemur fram á Jazzhátíð Reykjavíkur 14. ágúst ásamt fríðu föruneyti tónlistarmanna af íslensku jazz og pop senunni.

https://reykjavikjazz.is/vidburdir/anna-soley/

www.annasoleyartistry.com/

www.instagram.com/annasoleyasmundsdottir/

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -